Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins. Vísir/VIlhelm Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00