Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins. Vísir/VIlhelm Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00