Giftist þroskaskertri konu og sótti um dvalarleyfi fimm dögum síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms. Vísir/GVA Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Hæstiréttur Íslands ógilti í gær hjónaband þroskaskertrar konu og hælisleitanda. Dómurinn sneri með því við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan kynntist manninum árið 2016 en þá hafði umsókn hans um hæli verið synjað. Tveimur mánuðum síðar höfðu þau gengið í hjónaband hjá sýslumanninum í Reykjavík. Fjölskylda konunnar fékk vitneskju um hjónabandið í upphafi árs 2017 en fimm dögum eftir hjónavígsluna hafði maðurinn sótt um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli hjúskaparins. Í vitnisburði konunnar fyrir héraðsdómi kom fram að hún hefði tekið ákvörðun um að giftast manninum vegna þess að hún vildi að hann fengi að dvelja áfram hér á landi. Þá vildi hún forða honum frá refsingum sem biðu í heimalandinu. Dómurinn taldi ekki skilyrði til ógildingar hjúskaparins fyrir hendi og þyrfti konan því að sækja um skilnað til að binda enda á hann. Í málinu lágu fyrir skýrslur sérfræðinga um andlegt ástand konunnar en þar segir meðal annars að hugtakaskilningur hennar sé á við sex til átta ára barn og skilningur á félagslegum aðstæðum á við sex ára barn. „Hún hafi gefið þá lýsingu á hjónabandi að það feli í sér að einstaklingar séu lengi saman og dýpri lýsing eða skilningur á því hafi ekki fengist fram,“ segir meðal annars í matsgerðinni. Færni hennar til skilnings á eðli hjónabands sé verulega skert. Dómurinn taldi ljóst með hliðsjón af sérfræðigögnunum að konan hefði ekki verið bær til að takast þá skuldbindingu á hendur að ganga í hjúskap. Var hjónabandið því ógilt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira