Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 17:48 Sessions (í bakgrunni) var einn nánasti bandamaður Trump þar til hann ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Nú talast þeir varla við utan ríkisstjórnarfunda. Vísir/Getty Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Eftir að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að lýsa sig vanhæfan til að hafa umsjón með Rússarannsókninni svonefndur í fyrra reyndi Donald Trump forseti að fá hann til að hætta við að stíga til hliðar í málinu. Sérstaki rannsakandinn sem stýrir Rússarannsókninni er sagður rannsaka þrýstingin sem Trump beytti Sessions. Það var í byrjun mars í fyrra sem Sessions lýsti því yfir að hann ætlaði að fara að eindregnum ráðum lögfræðinga ráðuneytisins og stíga til hliðar í málum sem tengdust rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016. Ástæðan var sú að hann starfaði fyrir framboð Trump. Trump brást ókvæða við ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar. Samband þeirra, sem hafði verið náið frá því að Sessions var einn fyrsti þingmaður repúblikana til að styðja framboð Trump, kulnaði verulega og hefur ekki verið samt síðan. Forsetinn hefur ítrekað ráðist harkalega að Sessions opinberlega og í einrúmi og reynt að fá hann til að segja af sér. Aðstoðarmenn hans segja að reiði hans vegna ákvörðun Sessions hafi kraumað í marga mánuði. Trump hafi lýst því yfir að hann þyrfi ráðherra sem væri honum hollur umfram allt til að hafa umsjón með Rússarannsókninni. Síðast í dag endurtók Trump fyrri yfirlýsingar sínar um að hann sæi eftir að hafa skipað Sessions dómsmálaráðherra. Eftir að Trump rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí í fyrra og sagði ástæðuna hafa verið Rússarannsóknin var það Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda til að stýra Rússarannsókninni. Trump hefur einnig ítrekað gagnrýnt og ráðist að Rosenstein síðan.Óvenjuleg og mögulega óviðeigandi krafaNew York Times greinir nú frá því að Sessions hafi farið að hitta Trump í Mar-a-Lago, klúbbi forsetans á Flórída, nokkrum dögum eftir að hann dró sig í hlé í mars í fyrra til að reyna að bæta úr vanköntum á umdeildu ferðabanni Trump á nokkur múslimalönd. Trump hafði þá hunsað Sessions í tvo daga. Forsetinn vildi hins vegar ekki ræða ferðabannið við Sessions heldur ákvörðun hans um að stíga til hliðar í málum sem tengdust Rússarannsókninni. Krafðist hann þess að ráðherran drægi ákvörðunina til baka. Sessions hafnaði þeirri kröfu. Krafan er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn, rannsakar nú þessi samskipti Trump og Sessions en einnig árásir forsetans á ráðherra sinn á bak við luktar dyr. Saksóknarar Mueller eru sagðir hafa spurt fyrrverandi og núverandi starfsmenn Hvíta hússins út í meðferð Trump á Sessions og hvert þeir teldur að forsetinn hafi reynt að leggja stein í götu Rússarannsóknarinnar með því að setja þrýsting á hann. Sessions gæti verið lykilvitni í þeim hluta rannsóknar Mueller sem beinist að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar og þar með réttvísinnar. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, segist ekki hafa rætt ákvörðun Sessions um að stíga til hliðar frá rannsókninni við forsetann. Hann telur hins vegar að beiðni um að Sessions tæki aftur við umsjón Rússarannsóknarinnar væri innan valdsviðs forsetans. „Að hætta við að draga sig í hlé þýðir ekki „grafðu rannsóknina“. Það segir í raun: taktu ábyrgð á henni og meðhöndlaðu hana rétt,“ sagði Giuliani við bandaríska blaðið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11
Trump ræðst enn á eigin dómsmálaráðherra og yfirmann FBI Reiðilestur Donald Trump Bandaríkjaforseta yfir Jeff Sessions dómsmálaráðherra heldur áfram. Nú vill forsetinn vita hvers vegna Sessions hefur ekki látið starfandi forstjóra FBI fara vegna meints hagsmunaáreksturs við rannsókn á Hillary Clinton. 26. júlí 2017 15:18
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45