Áherslur munu breytast með aðkomu Viðreisnar að meirihluta í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 19:30 Oddvitar flokkanna fjögurra sem vinna að myndun nýs meirihluta í borginni segja að honum muni fylgja breyttar áherslur í ýmsum málum frá því sem verið hafi hjá fráfarandi meirihluta. Þjónusta við borgarbúa og fyrirtæki verði efld og einfölduð en ekki verði skipað í embætti fyrr en flokkarnir hafi náð saman um málefnin. Viðreisn ákvað seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Oddvitar flokkanna fjögurra komu saman í marshall húsinu á Granda um klukkan ellefu í morgun. Þau eru öll mjög bjartsýn á að það takist að mynda þennan meirihluta. En þau hafa góðan tíma til þess þar sem fyrsti borgarstjórnarfundur nýrra borgarfulltrúa er ekki fyrr en hinn 19. júní. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir tilhlökkunarefni fyrir alla aðila að setjast niður við að semja samstarfsyfirlýsingu fyrir nýjan meirihluta þessarra flokka. „Viðreisn er að koma inn með nýja hluti og nýja fleti á viðfangsefnum sem við höfum verið að glíma við og það er jákvætt. En allir flokkarnir hafa auðvitað líka verið að vinna með sínu baklandi í aðdraganda kosninga og eru að setja fram ný og spennandi mál og koma inn með nýtt folk,” segir Dagur. Oddvitarnir eru allir sammála um að málefnin ráði för og ekki verði rætt um einstök embætti fyrr en þau séu í höfn. Dagur hefur þó ekki farið leynt með að hann vilji gjarnan sitja áfram sem borgarstjóri. „Ég hef auðvitað sett stefnuna á það. En núna setjumst við yfir málefnin og síðan ræðum við verkaskiptinguna. Ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við,“ segir Dagur.Viðreisn vill einfalda boðleiðir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar segir menntamál verða fyrirferðarmikil í meirihlutasamningi. „Við töluðum um að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa þegar kemur að þjónustu. Líka fyrir fyrirtækin. Okkur er það mjög umhugað að einfalda ferlið fyrir alla. Spara á því pening og tíma. Við munum alltaf huga að atvinnulífinu. Það eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem skipta borgina verulegu máli. Nú erum við á ákveðnum stað í hagsveiflunni og við þurfum að vera tilbúin ef það breytist. Þannig að við verðum að hlúa að því líka,” segir Lóa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata telur að með verðandi meirihluta komi ný nálgun á ýmis mál þótt flokkarnir séu nokkuð samstíga til að mynda í skipulags- og samgöngumálum. „Það er mjög margt sem sameinar þessa flokka og þá sérstaklega okkur og Viðreisn hvað varðar frjálslynd gildi og að betrumbæta þjónustuna við borgarbúa. þannig að ég er rosalega vongóð um að þetta muni ganga vel og er spennt fyrir þessu. Ég held að við getum gert mjög góða hluti fyrir borgarbúa í sameiningu,” segir Dóra. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna hefur fulla trú á farsælu samstarfi þessarra flokka. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,” segir Líf. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Oddvitar flokkanna fjögurra sem vinna að myndun nýs meirihluta í borginni segja að honum muni fylgja breyttar áherslur í ýmsum málum frá því sem verið hafi hjá fráfarandi meirihluta. Þjónusta við borgarbúa og fyrirtæki verði efld og einfölduð en ekki verði skipað í embætti fyrr en flokkarnir hafi náð saman um málefnin. Viðreisn ákvað seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Oddvitar flokkanna fjögurra komu saman í marshall húsinu á Granda um klukkan ellefu í morgun. Þau eru öll mjög bjartsýn á að það takist að mynda þennan meirihluta. En þau hafa góðan tíma til þess þar sem fyrsti borgarstjórnarfundur nýrra borgarfulltrúa er ekki fyrr en hinn 19. júní. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir tilhlökkunarefni fyrir alla aðila að setjast niður við að semja samstarfsyfirlýsingu fyrir nýjan meirihluta þessarra flokka. „Viðreisn er að koma inn með nýja hluti og nýja fleti á viðfangsefnum sem við höfum verið að glíma við og það er jákvætt. En allir flokkarnir hafa auðvitað líka verið að vinna með sínu baklandi í aðdraganda kosninga og eru að setja fram ný og spennandi mál og koma inn með nýtt folk,” segir Dagur. Oddvitarnir eru allir sammála um að málefnin ráði för og ekki verði rætt um einstök embætti fyrr en þau séu í höfn. Dagur hefur þó ekki farið leynt með að hann vilji gjarnan sitja áfram sem borgarstjóri. „Ég hef auðvitað sett stefnuna á það. En núna setjumst við yfir málefnin og síðan ræðum við verkaskiptinguna. Ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við,“ segir Dagur.Viðreisn vill einfalda boðleiðir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar segir menntamál verða fyrirferðarmikil í meirihlutasamningi. „Við töluðum um að gera lífið einfaldara fyrir borgarbúa þegar kemur að þjónustu. Líka fyrir fyrirtækin. Okkur er það mjög umhugað að einfalda ferlið fyrir alla. Spara á því pening og tíma. Við munum alltaf huga að atvinnulífinu. Það eru lítil og meðalstór fyrirtæki sem skipta borgina verulegu máli. Nú erum við á ákveðnum stað í hagsveiflunni og við þurfum að vera tilbúin ef það breytist. Þannig að við verðum að hlúa að því líka,” segir Lóa. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata telur að með verðandi meirihluta komi ný nálgun á ýmis mál þótt flokkarnir séu nokkuð samstíga til að mynda í skipulags- og samgöngumálum. „Það er mjög margt sem sameinar þessa flokka og þá sérstaklega okkur og Viðreisn hvað varðar frjálslynd gildi og að betrumbæta þjónustuna við borgarbúa. þannig að ég er rosalega vongóð um að þetta muni ganga vel og er spennt fyrir þessu. Ég held að við getum gert mjög góða hluti fyrir borgarbúa í sameiningu,” segir Dóra. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna hefur fulla trú á farsælu samstarfi þessarra flokka. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,” segir Líf.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27
Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18
Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55