Þar sem er reykur, þar er eldur - þegar konur verða brunarústir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. maí 2018 18:47 Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun