Dramatík þegar Inter stal Meistaradeildarsæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2018 21:15 Leikmenn Inter fagna vísir/getty Inter Milan stal fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og síðasta Meistaradeildarsætinu af Lazio á dramatískan hátt þegar liðin mættust í loka umferðinni á Ítalíu í kvöld. Fyrir leikinn var Lazio í fjórða sætinu, þremur stigum á undan Inter. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir heimamenn í Lazio sem komust yfir 1-0 snemma leiks með marki frá Adam Marusic. Eftir um hálftíma leik jafnaði Danilo D'Ambrosio af stuttu færi. Felipe Anderson kom heimamönnum aftur yfir stuttu fyrir hálfleikinn og héldu þeir þeirri forystu út bróðurpartin af seinni hálfleik. Þá skoruðu gestirnir frá Mílanó hins vegar tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Mauro Icardi jafnaði metinn úr vítaspyrnu á 78. mínútu og Senad Lulic var rekinn af velli með sitt annað gula spjald, Lazio því komið niður í 10 menn. Inter var ekki lengi að nýta sér það og Matias Vecino skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Leikurinn varð svo að martröð fyrir Lazio þegar Patric var sendur út af með beint rautt spjald í uppbótartíma. Þá var þó of knappur tími eftir til að brottreksturinn hefði áhrif á leikinn. Inter vann 2-3 og stal Meistaradeildarsætinu af Lazio.È FINITA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! #LAZIOINTER 2-3!!!! SIAMO TORNATI, #INTERISHERE!!!!!! #FORZAINTER!!!!! pic.twitter.com/f7lmypxTFD — Inter (@Inter) May 20, 2018 Ítalski boltinn
Inter Milan stal fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og síðasta Meistaradeildarsætinu af Lazio á dramatískan hátt þegar liðin mættust í loka umferðinni á Ítalíu í kvöld. Fyrir leikinn var Lazio í fjórða sætinu, þremur stigum á undan Inter. Leikurinn byrjaði frábærlega fyrir heimamenn í Lazio sem komust yfir 1-0 snemma leiks með marki frá Adam Marusic. Eftir um hálftíma leik jafnaði Danilo D'Ambrosio af stuttu færi. Felipe Anderson kom heimamönnum aftur yfir stuttu fyrir hálfleikinn og héldu þeir þeirri forystu út bróðurpartin af seinni hálfleik. Þá skoruðu gestirnir frá Mílanó hins vegar tvö mörk á þriggja mínútna kafla. Mauro Icardi jafnaði metinn úr vítaspyrnu á 78. mínútu og Senad Lulic var rekinn af velli með sitt annað gula spjald, Lazio því komið niður í 10 menn. Inter var ekki lengi að nýta sér það og Matias Vecino skoraði sigurmarkið á 81. mínútu. Leikurinn varð svo að martröð fyrir Lazio þegar Patric var sendur út af með beint rautt spjald í uppbótartíma. Þá var þó of knappur tími eftir til að brottreksturinn hefði áhrif á leikinn. Inter vann 2-3 og stal Meistaradeildarsætinu af Lazio.È FINITA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! #LAZIOINTER 2-3!!!! SIAMO TORNATI, #INTERISHERE!!!!!! #FORZAINTER!!!!! pic.twitter.com/f7lmypxTFD — Inter (@Inter) May 20, 2018
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti