Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 21:16 Trump hefur farið mikinn á Twitter um að FBI hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar eru um að sú hafi verið raunin. Vísir/AFP Greint hefur verið frá nafni heimildarmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem hjálpaði til við Rússarannsóknina svonefndu eftir mikinn þrýsting Donalds Trump Bandaríkjaforseta og repúblikana á Bandaríkjaþingi. Trump hefur krafist þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki hvort njósnað hafi verið um forsetaframboð hans þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram sem bendir til þess. Dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir nú í kvöld að það ætlaði að fela innri endurskoðanda sínum að kanna ásakanir forsetans. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sagði í yfirlýsingu að ef einhver hefði í raun njósnað um framboð Trump af óviðeignadi ástæðum þá þyrfti að komast til botns í því máli og grípa til viðeigandi ráðstafana. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa lagt hart að FBI og dómsmálaráðuneytinu að veita upplýsingar um heimildarmann FBI við rannsóknina á mögulegu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar árið 2016. Ráðuneytið og FBI hafa streist á móti og vísað til þess að heimildarmenn þeirra verði að geta treyst því að stofnanirnar haldi trúnaði við þá. FBI hefur jafnvel varað við því að það gæti stefnt lífum í hættu að birta nafn heimildarmannsins. Trump fullyrti jafnframt í tísti fyrir helgi án nokkurra sannanna að FBI hafi komið fyrir njósnara innan raða framboðs hans. Það hafi verið gert í pólitískum tilgangi og áður en Rússarannsóknin hafi orðið að stóru fréttamáli. Hægrisinnaðir fjölmiðlar vestanhafs hliðhollir forsetanum hafa síðan ljóstrað upp um nafn heimildarmanns FBI. New York Times birti frétt á föstudag um heimildarmanninn án þess að nefna hann á nafn af öryggisástæðum. Blaðið sagði aðeins að hann væri bandarískur fræðimaður sem væri vel þekktur innan bandarískra stjórnmála.Reyndi að afla upplýsinga um eðli samskiptanna við Rússa Þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins. Reyndi heimildarmaðurinn að komast að því hvers eðlis samskipti þeirra við Rússa hefðu verið, samkvæmt frétt New York Times. Engar vísbendingar eru um að heimildarmaðurinn hafi aðhafst neitt óeðlilegt eins og Trump hefur látið í veðri vaka. Fulltrúar FBI eru sagðir hafa viljað forðast að vekja athygli á gagnnjósnarannsókninni eftir fremsta megni, ekki síst vegna þess að hún fór fram í miðri kosningabaráttunni. Heimildarmaðurinn hafi verið látinn grennslast fyrir um samskiptin því það hefði vakið of mikla athygli að senda FBI-menn til að taka skýrslur af starfsmönnum framboðsins. Gagnnjósnarannsóknin hófst eftir að FBI fékk upplýsingar um það frá áströlskum sendiherra að Papadopoulos hefði fengið vitneskju um að Rússar hefðu skaðlegar upplýsingar í formi þúsunda tölvupósta um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, nokkrum mánuðum áður en Wikileaks birti þá.Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur leitt tilraunir repúblikana til að kasta rýrð á Rússarannsóknina.Vísir/AFPLögmaðurinn segir hluta rannsóknarinnar ljúka í haust Trump krafðist þess í dag á Twitter að dómsmálaráðuneytið rannsakaði hvort að FBI og ráðuneytið sjálft hafi laumað njósnurum inn í framboðið eða fylgst með því af pólitískum ástæðum og hvort að einhverjir úr ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi farið fram á það. Engar vísbendingar hafa komið fram um að sú hafi verið raunin en Trump sagðist í tístinu ætla að leggja kröfuna formlega fram við ráðuneytið á morgun. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur lýst sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Óljóst er hvort að hann myndi sjálfur fjalla um slíka kröfu frá forsetanum eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með rannsókninni. Trump hefur ítrekað ráðist að Rosenstein undanfarna mánuði auk ráðuneytisins og alríkislögreglunnar vegna Rússarannsóknarinnar sem hann hefur kallað „stærstu nornaveiðar sögunnar“. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, fullyrti jafnframt í dag að Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ætli sér að ljúka rannsókn sinni á því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar fyrir 1. september. Ástæðan væri meðal annars sú að ef rannsóknin drægist lengur gæti það hafi óviðeigandi áhrif á kjósendur fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Talsmaður Mueller vildi ekki tjá sig um orð Giuliani að sögn New York Times. Trump ýjaði einnig að því í tístum í dag að Mueller ætlaði sér að koma höggi á repúblikana í kosningunum með því að beina rannsókn sinni að samskiptum framboðs hans við önnur ríki. New York Times sagði frá því í gær að Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu boðið framboði Trumð aðstoð þremur mánuðum fyrir kosningar.I hereby demand, and will do so officially tomorrow, that the Department of Justice look into whether or not the FBI/DOJ infiltrated or surveilled the Trump Campaign for Political Purposes - and if any such demands or requests were made by people within the Obama Administration!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2018 Uppfært 22:15 Dómsmálaráðuneytið greindi frá því í kvöld að það myndi fela innri eftirlitsmanni sínum að kanna ásakanir Trump forseta. Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra sagði að ef einhver hefði í raun njósnað um framboð Trump af óviðeigandi ástæðum þá þyrfti að leiða það í ljós og grípa til viðeigandi aðgerða.The Deputy Attorney General issued the following statement tonight: “If anyone did infiltrate or surveil participants in a presidential campaign for inappropriate purposes, we need to know about it and take appropriate action.”— Robert Costa (@costareports) May 20, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Rannsóknargögn varpa ljósi á fund Trump yngri með Rússum Sonur Bandaríkjaforseta sagðist ekki muna hvort að hann hefði rætt Rússarannsóknina við föður sinn. 16. maí 2018 15:24 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Greint hefur verið frá nafni heimildarmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI sem hjálpaði til við Rússarannsóknina svonefndu eftir mikinn þrýsting Donalds Trump Bandaríkjaforseta og repúblikana á Bandaríkjaþingi. Trump hefur krafist þess að dómsmálaráðuneytið rannsaki hvort njósnað hafi verið um forsetaframboð hans þrátt fyrir að ekkert hafi komið fram sem bendir til þess. Dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir nú í kvöld að það ætlaði að fela innri endurskoðanda sínum að kanna ásakanir forsetans. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sagði í yfirlýsingu að ef einhver hefði í raun njósnað um framboð Trump af óviðeignadi ástæðum þá þyrfti að komast til botns í því máli og grípa til viðeigandi ráðstafana. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa lagt hart að FBI og dómsmálaráðuneytinu að veita upplýsingar um heimildarmann FBI við rannsóknina á mögulegu samráði framboðs Trump við rússnesk stjórnvöld fyrir kosningarnar árið 2016. Ráðuneytið og FBI hafa streist á móti og vísað til þess að heimildarmenn þeirra verði að geta treyst því að stofnanirnar haldi trúnaði við þá. FBI hefur jafnvel varað við því að það gæti stefnt lífum í hættu að birta nafn heimildarmannsins. Trump fullyrti jafnframt í tísti fyrir helgi án nokkurra sannanna að FBI hafi komið fyrir njósnara innan raða framboðs hans. Það hafi verið gert í pólitískum tilgangi og áður en Rússarannsóknin hafi orðið að stóru fréttamáli. Hægrisinnaðir fjölmiðlar vestanhafs hliðhollir forsetanum hafa síðan ljóstrað upp um nafn heimildarmanns FBI. New York Times birti frétt á föstudag um heimildarmanninn án þess að nefna hann á nafn af öryggisástæðum. Blaðið sagði aðeins að hann væri bandarískur fræðimaður sem væri vel þekktur innan bandarískra stjórnmála.Reyndi að afla upplýsinga um eðli samskiptanna við Rússa Þvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins. Reyndi heimildarmaðurinn að komast að því hvers eðlis samskipti þeirra við Rússa hefðu verið, samkvæmt frétt New York Times. Engar vísbendingar eru um að heimildarmaðurinn hafi aðhafst neitt óeðlilegt eins og Trump hefur látið í veðri vaka. Fulltrúar FBI eru sagðir hafa viljað forðast að vekja athygli á gagnnjósnarannsókninni eftir fremsta megni, ekki síst vegna þess að hún fór fram í miðri kosningabaráttunni. Heimildarmaðurinn hafi verið látinn grennslast fyrir um samskiptin því það hefði vakið of mikla athygli að senda FBI-menn til að taka skýrslur af starfsmönnum framboðsins. Gagnnjósnarannsóknin hófst eftir að FBI fékk upplýsingar um það frá áströlskum sendiherra að Papadopoulos hefði fengið vitneskju um að Rússar hefðu skaðlegar upplýsingar í formi þúsunda tölvupósta um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, nokkrum mánuðum áður en Wikileaks birti þá.Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur leitt tilraunir repúblikana til að kasta rýrð á Rússarannsóknina.Vísir/AFPLögmaðurinn segir hluta rannsóknarinnar ljúka í haust Trump krafðist þess í dag á Twitter að dómsmálaráðuneytið rannsakaði hvort að FBI og ráðuneytið sjálft hafi laumað njósnurum inn í framboðið eða fylgst með því af pólitískum ástæðum og hvort að einhverjir úr ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi farið fram á það. Engar vísbendingar hafa komið fram um að sú hafi verið raunin en Trump sagðist í tístinu ætla að leggja kröfuna formlega fram við ráðuneytið á morgun. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur lýst sig vanhæfan í málum sem tengjast Rússarannsókninni. Óljóst er hvort að hann myndi sjálfur fjalla um slíka kröfu frá forsetanum eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með rannsókninni. Trump hefur ítrekað ráðist að Rosenstein undanfarna mánuði auk ráðuneytisins og alríkislögreglunnar vegna Rússarannsóknarinnar sem hann hefur kallað „stærstu nornaveiðar sögunnar“. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, fullyrti jafnframt í dag að Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, ætli sér að ljúka rannsókn sinni á því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar fyrir 1. september. Ástæðan væri meðal annars sú að ef rannsóknin drægist lengur gæti það hafi óviðeigandi áhrif á kjósendur fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. Talsmaður Mueller vildi ekki tjá sig um orð Giuliani að sögn New York Times. Trump ýjaði einnig að því í tístum í dag að Mueller ætlaði sér að koma höggi á repúblikana í kosningunum með því að beina rannsókn sinni að samskiptum framboðs hans við önnur ríki. New York Times sagði frá því í gær að Sádí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hefðu boðið framboði Trumð aðstoð þremur mánuðum fyrir kosningar.I hereby demand, and will do so officially tomorrow, that the Department of Justice look into whether or not the FBI/DOJ infiltrated or surveilled the Trump Campaign for Political Purposes - and if any such demands or requests were made by people within the Obama Administration!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2018 Uppfært 22:15 Dómsmálaráðuneytið greindi frá því í kvöld að það myndi fela innri eftirlitsmanni sínum að kanna ásakanir Trump forseta. Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra sagði að ef einhver hefði í raun njósnað um framboð Trump af óviðeigandi ástæðum þá þyrfti að leiða það í ljós og grípa til viðeigandi aðgerða.The Deputy Attorney General issued the following statement tonight: “If anyone did infiltrate or surveil participants in a presidential campaign for inappropriate purposes, we need to know about it and take appropriate action.”— Robert Costa (@costareports) May 20, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Rannsóknargögn varpa ljósi á fund Trump yngri með Rússum Sonur Bandaríkjaforseta sagðist ekki muna hvort að hann hefði rætt Rússarannsóknina við föður sinn. 16. maí 2018 15:24 Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45 Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Rannsóknargögn varpa ljósi á fund Trump yngri með Rússum Sonur Bandaríkjaforseta sagðist ekki muna hvort að hann hefði rætt Rússarannsóknina við föður sinn. 16. maí 2018 15:24
Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur verið þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæp. Lögmaður Trump segir Robert Mueller sammála því áliti. 17. maí 2018 10:45
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45