Mútugreiðslur séu freistandi í byggingariðnaðinum á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Mútugreiðslur og óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma sjaldan inn á borð eftirlitsaðila. Vísir/Pjetur Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira