Segir Tómas gera lítið úr mikilvægi Hvalárvirkjunar fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:00 Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi VesturVerks, framkvæmdaaðila Hvalárvirkjunar. Myndin til hægri sýnir uppsetningu á vatnamælingabúnaði við Efra-Eyvindarfjarðarvatn efst á Ófeigsfjarðarheiði sumarið 2015. vesturverk Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. Hún segir Tómas Guðbjartsson, lækni og náttúrverndarsinna, gera lítið úr þessu í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag og fjallað var um á Vísi í morgun. „Það sem vakir fyrir VesturVerki er að koma á virkjun innan Vestfjarða sem getur verið liður í því að tryggja hér aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. Um það eru flestir að verða sammála að sé leiðin. Það þarf ekki að leita víðar en til Orkubús Vestfjarða, til Landsnets, til Orkustofnunar, til Fjórðungssambands Vestfirðinga sem talar fyrir hönd vestfirska sveitarfélaga. Öllum þessum aðilum ber saman um að Hvalárvirkjun geti verið mjög mikilvægur liður í því að tryggja aukið afhendingaröryggi raforku í fjórðungnum. Það er einhvern veginn svo lítið gert úr þessu í grein Tómasar. Hann gerir lítið úr Vestfirðingum og þeirra skoðunum í þessum málaflokki,“ segir Birna.Hvalárvirkjun leysi ekkert ein og sér Hvalárvirkjun leysir þó ekkert ein og sér að sögn Birnu því tengingar þurfi að koma til og frá virkjuninni. „Það er tillaga VesturVerks að það verði lagður jarðstrengur yfir Ófeigsfjarðarheiði inn í Ísafjarðardjúp og í það sem kallast tengipunkt. Þann tengipunkt þarf Landsnet að reisa og síðan er það á könnu Landsnets að flytja orkuna,“ segir Birna en VesturVerk og Landsnet eiga nú í viðræðum um flutningsleiðirnar. Birna segir að með Hvalárvirkjun verði Vestfirðir sjálfbærir þegar kemur að raforkuframleiðslu og gríðarlegt öryggi sé fólgið í því. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvert eigi að selja orkuna sem verður til með virkjuninni. „Það liggur ekki fyrir hvert á að selja orkuna. En þessi virkjun hentar ekki vel til sölu á orku til stórkaupenda á borð við stóriðju eða annarra slíkra aðila því hún er svolítið sveiflukennd í framleiðslu. Stórkaupendur vilja ekki slíkar sveiflur. Hún hentar ágætlega til að skaffa orku til smærri kaupenda, eins og til dæmis kalkþörungaverksmiðju í Súðavík sem er fyrirhuguð. Það hefur verið gerð viljayfirlýsing um það á milli kalkþörungafélagsins og VesturVerks en það er meðal annars fyrirvara um að hægt sé að flytja orkuna,“ segir Birna.Tómas Guðbjartsson er hjartaskurðlæknir á Landspítala og náttúruverndarsinni. Hann ritar grein í Fréttablaðið í dag um Hvalárvirkjun. LANDSPÍTALISegir fund Tómasar hafa verið illa auglýstan Í grein sinni spyr Tómas hvar raddir þeirra Vestfirðinga séu sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Þá gerir hann að umtalsefni fund sem hann hélt nýverið á Ísafirði um ósnortin víðerni og segir að vestfirskir ráðamenn sem mest hafi gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna hafi ekki mætt á fundinn. Þessu svarar Birna á þá leið að fundurinn hafi verið illa auglýstur á Vestfjörðum auk þess sem hann var haldinn föstudaginn fyrir Fossavatnsgönguna, einn stærsta íþróttaviðburð Vestfjarða. „Margir sveitarstjórnarmenn sem hann beinir spjótum sínum að voru önnum kafnir við undirbúning hennar,“ segir Birna og bætir við að fulltrúar VesturVerks vissu seint og illa af fundinum. Ef Tómas hefði viljað fá mismunandi sjónarmið þar fram hefði honum verið í lófa lagið að bjóða fulltrúa fyrirtækisins á fundinn.„Það verður ekki hróflað við neinum árfarvegum og það verður ekki hróflað við neinum fossum“ „Vesturverk stendur síðan viku síðar fyrir mjög fjölmennum fundi þar sem héldu framsögu orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, meðal annars um mikilvægi Hvalár, og einnig fulltrúi Landsnets sem fjallaði um dreifikerfið og flutningskerfið. Svo fjölluðum við um Hvalárvirkjun í víðu samhengi. Þetta var upplýsingafundur okkar og opinn fundur um raforkumál á Vestfjörðum. Það mættu um 100 manns á þennan fund og þar kom ýmislegt fram sem væri gagnlegt fyrir andstæðinga virkjunarinnar að kynna sér.“Eins og hvað? „Til dæmis þau áhrif sem virkjunin mun hafa á náttúrufar á þessum slóðum. Það er ekki með þeim hætti sem lýst er af andstæðingum. Stíflur munu náttúrulega alltaf hafa áhrif og mannanna verk munu alltaf skilja eftir sig spor en það verður ekki hróflað við neinum árfarvegum og það verður ekki hróflað við neinum fossum. Streymi mun vissulega minnka á ýmsum tímum ársins en ekki þannig að það sjái mikinn mun á. Það að stýra rennsli á þessa fossa yfir hásumarið gerir það að verkum að fólk nýtur þeirra betur.“ Þá minnist Tómas á að VesturVerk hafi greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar Árneshrepps. Um þetta atriði segir Birna: „Hið rétta er að VesturVerki ber að greiða alla reikninga sem snúa að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hreppsins enda er það alsiða í öllum sveitarfélögum að framkvæmdaaðilar greiði þann kostnað sem sveitarfélög verða fyrir vegna breytinga sem gerðar eru í þágu framkvæmdaaðila. Því miður slæddist með á reikningsyfirliti lögmannsstofunnar liður uppá vinnu í 2-3 tíma í verkefni ótengt skipulagsbreytingunum – samtals 50.000 krónur. Fór reikningurinn í gegnum hendur oddvita hreppsins og framkvæmdastjóra VesturVerks án þess að þau tækju eftir þessari ótengdu upphæð. Þessi yfirsjón hefur verið leiðrétt.“Bæklingurinn sem VesturVerk sendi inn á heimili á Vestfjörðum á dögunum þar sem umfjöllunarefnið er Hvalárvirkjun. Hægt er að kynna sér efni bæklingsins á vefsíðu fyrirtækisins en Tómas fjallar um bæklinginn í grein sinni.vesturverkMannlaus virkjun sem verður fjarstýrt Spurð út í störf sem skapast við virkjunina segir Birna að hún verði mannlaus. Það þýðir að henni verði fjarstýrt. Birna segir að VesturVerk hafi hins vegar lýst því yfir að fyrirtækið vilji bæta aðgengi að svæðinu og koma á fót gestastofu í Ófeigsfirði sem myndi skapa störf yfir sumartímann. Þá muni tímabundin störf skapast í kringum virkjunina til lengri tíma litið, meðal annars við viðhald á henni. „Það sem hefur gerst á þeim árum sem liðin eru frá því að þetta verkefni fór að komast á koppinn er að það hafa orðið miklar framfarir í hönnun á svona mannvirkjum. Frá því að menn hófu undirbúninginn og fram á daginn í dag hefur tækninni fleygt fram,“ segir Birna og heldur áfram: „Það sem gerist þegar kemur í ljós að virkjunin verði fjarstýrð þá kallar hreppurinn eftir því hvort að VesturVerk sé til í að koma að einhverjum samfélagsverkefnum. Fyrirtækið lýsir sig reiðubúið til þess og kallar eftir hugmyndum frá sveitarfélaginu um hvers konar verkefni væri að ræða. Þetta fyrirkomulag þekkist mjög víða um land.“ Að sögn Birnu eru um tíu ár síðan farið var að tala um virkjun Hvalár fyrir alvöru. „En það er talað um virkjun Hvalár í heimildum allt aftur til ársins 1920 og jafnvel talsvert fyrr. Þetta var alltaf talið of langt frá til að það myndi svara kostnaði að tengja hana í tengipunkt í Ísafjarðardjúpi eða eitthvað annað en tækninni hefur fleygt svo mikið fram að nú er það orðið gerlegt þannig að þá er virkjunin orðin fýsilegur kostur og er í nýtingarflokki rammaáætlunar II,“ segir Birna. Orkumál Tengdar fréttir „Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur“ Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, segir meirihluta sveitarstjórnar Árneshrepps, með Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjóra, í broddi fylkingar "leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd.“ 22. maí 2018 08:33 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, segir að það sem vaki fyrir fyrirtækinu með Hvalárvirkjun sé að koma á virkjun innan Vestfjarða sem geti verið liður í því að tryggja aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. Hún segir Tómas Guðbjartsson, lækni og náttúrverndarsinna, gera lítið úr þessu í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag og fjallað var um á Vísi í morgun. „Það sem vakir fyrir VesturVerki er að koma á virkjun innan Vestfjarða sem getur verið liður í því að tryggja hér aukið raforkuöryggi í fjórðungnum. Um það eru flestir að verða sammála að sé leiðin. Það þarf ekki að leita víðar en til Orkubús Vestfjarða, til Landsnets, til Orkustofnunar, til Fjórðungssambands Vestfirðinga sem talar fyrir hönd vestfirska sveitarfélaga. Öllum þessum aðilum ber saman um að Hvalárvirkjun geti verið mjög mikilvægur liður í því að tryggja aukið afhendingaröryggi raforku í fjórðungnum. Það er einhvern veginn svo lítið gert úr þessu í grein Tómasar. Hann gerir lítið úr Vestfirðingum og þeirra skoðunum í þessum málaflokki,“ segir Birna.Hvalárvirkjun leysi ekkert ein og sér Hvalárvirkjun leysir þó ekkert ein og sér að sögn Birnu því tengingar þurfi að koma til og frá virkjuninni. „Það er tillaga VesturVerks að það verði lagður jarðstrengur yfir Ófeigsfjarðarheiði inn í Ísafjarðardjúp og í það sem kallast tengipunkt. Þann tengipunkt þarf Landsnet að reisa og síðan er það á könnu Landsnets að flytja orkuna,“ segir Birna en VesturVerk og Landsnet eiga nú í viðræðum um flutningsleiðirnar. Birna segir að með Hvalárvirkjun verði Vestfirðir sjálfbærir þegar kemur að raforkuframleiðslu og gríðarlegt öryggi sé fólgið í því. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvert eigi að selja orkuna sem verður til með virkjuninni. „Það liggur ekki fyrir hvert á að selja orkuna. En þessi virkjun hentar ekki vel til sölu á orku til stórkaupenda á borð við stóriðju eða annarra slíkra aðila því hún er svolítið sveiflukennd í framleiðslu. Stórkaupendur vilja ekki slíkar sveiflur. Hún hentar ágætlega til að skaffa orku til smærri kaupenda, eins og til dæmis kalkþörungaverksmiðju í Súðavík sem er fyrirhuguð. Það hefur verið gerð viljayfirlýsing um það á milli kalkþörungafélagsins og VesturVerks en það er meðal annars fyrirvara um að hægt sé að flytja orkuna,“ segir Birna.Tómas Guðbjartsson er hjartaskurðlæknir á Landspítala og náttúruverndarsinni. Hann ritar grein í Fréttablaðið í dag um Hvalárvirkjun. LANDSPÍTALISegir fund Tómasar hafa verið illa auglýstan Í grein sinni spyr Tómas hvar raddir þeirra Vestfirðinga séu sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans. Þá gerir hann að umtalsefni fund sem hann hélt nýverið á Ísafirði um ósnortin víðerni og segir að vestfirskir ráðamenn sem mest hafi gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna hafi ekki mætt á fundinn. Þessu svarar Birna á þá leið að fundurinn hafi verið illa auglýstur á Vestfjörðum auk þess sem hann var haldinn föstudaginn fyrir Fossavatnsgönguna, einn stærsta íþróttaviðburð Vestfjarða. „Margir sveitarstjórnarmenn sem hann beinir spjótum sínum að voru önnum kafnir við undirbúning hennar,“ segir Birna og bætir við að fulltrúar VesturVerks vissu seint og illa af fundinum. Ef Tómas hefði viljað fá mismunandi sjónarmið þar fram hefði honum verið í lófa lagið að bjóða fulltrúa fyrirtækisins á fundinn.„Það verður ekki hróflað við neinum árfarvegum og það verður ekki hróflað við neinum fossum“ „Vesturverk stendur síðan viku síðar fyrir mjög fjölmennum fundi þar sem héldu framsögu orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, meðal annars um mikilvægi Hvalár, og einnig fulltrúi Landsnets sem fjallaði um dreifikerfið og flutningskerfið. Svo fjölluðum við um Hvalárvirkjun í víðu samhengi. Þetta var upplýsingafundur okkar og opinn fundur um raforkumál á Vestfjörðum. Það mættu um 100 manns á þennan fund og þar kom ýmislegt fram sem væri gagnlegt fyrir andstæðinga virkjunarinnar að kynna sér.“Eins og hvað? „Til dæmis þau áhrif sem virkjunin mun hafa á náttúrufar á þessum slóðum. Það er ekki með þeim hætti sem lýst er af andstæðingum. Stíflur munu náttúrulega alltaf hafa áhrif og mannanna verk munu alltaf skilja eftir sig spor en það verður ekki hróflað við neinum árfarvegum og það verður ekki hróflað við neinum fossum. Streymi mun vissulega minnka á ýmsum tímum ársins en ekki þannig að það sjái mikinn mun á. Það að stýra rennsli á þessa fossa yfir hásumarið gerir það að verkum að fólk nýtur þeirra betur.“ Þá minnist Tómas á að VesturVerk hafi greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar Árneshrepps. Um þetta atriði segir Birna: „Hið rétta er að VesturVerki ber að greiða alla reikninga sem snúa að breytingum á aðal- og deiliskipulagi hreppsins enda er það alsiða í öllum sveitarfélögum að framkvæmdaaðilar greiði þann kostnað sem sveitarfélög verða fyrir vegna breytinga sem gerðar eru í þágu framkvæmdaaðila. Því miður slæddist með á reikningsyfirliti lögmannsstofunnar liður uppá vinnu í 2-3 tíma í verkefni ótengt skipulagsbreytingunum – samtals 50.000 krónur. Fór reikningurinn í gegnum hendur oddvita hreppsins og framkvæmdastjóra VesturVerks án þess að þau tækju eftir þessari ótengdu upphæð. Þessi yfirsjón hefur verið leiðrétt.“Bæklingurinn sem VesturVerk sendi inn á heimili á Vestfjörðum á dögunum þar sem umfjöllunarefnið er Hvalárvirkjun. Hægt er að kynna sér efni bæklingsins á vefsíðu fyrirtækisins en Tómas fjallar um bæklinginn í grein sinni.vesturverkMannlaus virkjun sem verður fjarstýrt Spurð út í störf sem skapast við virkjunina segir Birna að hún verði mannlaus. Það þýðir að henni verði fjarstýrt. Birna segir að VesturVerk hafi hins vegar lýst því yfir að fyrirtækið vilji bæta aðgengi að svæðinu og koma á fót gestastofu í Ófeigsfirði sem myndi skapa störf yfir sumartímann. Þá muni tímabundin störf skapast í kringum virkjunina til lengri tíma litið, meðal annars við viðhald á henni. „Það sem hefur gerst á þeim árum sem liðin eru frá því að þetta verkefni fór að komast á koppinn er að það hafa orðið miklar framfarir í hönnun á svona mannvirkjum. Frá því að menn hófu undirbúninginn og fram á daginn í dag hefur tækninni fleygt fram,“ segir Birna og heldur áfram: „Það sem gerist þegar kemur í ljós að virkjunin verði fjarstýrð þá kallar hreppurinn eftir því hvort að VesturVerk sé til í að koma að einhverjum samfélagsverkefnum. Fyrirtækið lýsir sig reiðubúið til þess og kallar eftir hugmyndum frá sveitarfélaginu um hvers konar verkefni væri að ræða. Þetta fyrirkomulag þekkist mjög víða um land.“ Að sögn Birnu eru um tíu ár síðan farið var að tala um virkjun Hvalár fyrir alvöru. „En það er talað um virkjun Hvalár í heimildum allt aftur til ársins 1920 og jafnvel talsvert fyrr. Þetta var alltaf talið of langt frá til að það myndi svara kostnaði að tengja hana í tengipunkt í Ísafjarðardjúpi eða eitthvað annað en tækninni hefur fleygt svo mikið fram að nú er það orðið gerlegt þannig að þá er virkjunin orðin fýsilegur kostur og er í nýtingarflokki rammaáætlunar II,“ segir Birna.
Orkumál Tengdar fréttir „Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur“ Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, segir meirihluta sveitarstjórnar Árneshrepps, með Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjóra, í broddi fylkingar "leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd.“ 22. maí 2018 08:33 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur“ Tómas Guðbjartsson, læknir og náttúruverndarsinni, segir meirihluta sveitarstjórnar Árneshrepps, með Evu Sigurbjörnsdóttur, sveitarstjóra, í broddi fylkingar "leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd.“ 22. maí 2018 08:33
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15