Vinstri græn leggja áherslu á aukið samstarf Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 22:28 Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“ Kosningar 2018 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“
Kosningar 2018 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira