Starfsmenn eignast Summu að fullu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu. Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira