Stjarnan fer til Akureyrar og mætir Íslandsmeisturum Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Bikarmeistarar ÍBV sækja Keflavík heim og 2. deildar lið Fjarðarbyggð/Hattar/Leiknis fær Pepsi deildar lið Grindavíkur austur.
Breiðablik mætir KR en liðin mætast einnig í deildinni nokkrum dögum fyrr. Nýliðar í Pepsi deildinni HK/Víkingur mætir Fylki sem féll úr deild þeirra bestu í fyrra. Þá er Pepsi deildar slagur Vals og FH einnig á dagskrá.
Leikir 16-liða úrslitanna fara fram helgina 1. - 3. júní.