Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:11 Porosjenkó og Trump hittust í Hvíta húsinu 20. júní í fyrra. Úkraínsk stjórnvöld greiddu lögmanni Trump hundruð þúsunda dollara fyrir að koma fundinum í kring. Vísir/AFP Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59