Hermann þóttist vera frá Suður-Afríku til að geta tekið þátt í gleðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 21:45 Hermann Hreiðarsson í leik með Charlton á sínum tíma. Hér í baráttunni við Nolberto Solano. Vísir/EPA Um 95 prósent tekna FIFA á árunum 2014 til 2018 verða vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Sé leiðrétt fyrir falli rúblunnar er kostnaður vegna leikvanga mótsins kominn 150 prósent fram úr áætlunum. Eitthvað sem er regla þegar kemur að heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, á kynningarfundi í höfuðstöðvum bankans á dögunum. Björn kynnti þar skýrslu sína um fjármál HM 2018 (PDF) þar sem Íslendingar verða í fyrsta skipti á meðal þátttökuþjóða. Björn kynnti ýmsar forvitnilegar staðreyndir varðandi HM, meðal annars þá að keppnin felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir gestgjafann hverju sinni en á sama tíma græðir FIFA á tá og fingri. Upphæðirnar eru svo háar að óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvort ekki væri hægt að nýta peningana í mikilvægari málstað. Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi og Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, ræddu málin við Björn og var komið víða við. Meðal annars rifjaði Hermann upp þegar hann skellti sér á barinn með félögum sínum úr Charlton, Shaun Bartlett og Mark Fish, þegar tilkynna átti hvaða þjóð myndi halda HM 2010. Svo fór að Suður-Afríka tryggði sér keppnina og ætlaði allt um koll að keyra hjá þeim Fish, Bartlett og Hermanni sem segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að þykjast vera frá Suður-Afríku. Gleðin hafi verið svo mikil að það mætti halda að Suður-Afíka hefði orðið heimsmeistari.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Um 95 prósent tekna FIFA á árunum 2014 til 2018 verða vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Sé leiðrétt fyrir falli rúblunnar er kostnaður vegna leikvanga mótsins kominn 150 prósent fram úr áætlunum. Eitthvað sem er regla þegar kemur að heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra Íslandsbanka, á kynningarfundi í höfuðstöðvum bankans á dögunum. Björn kynnti þar skýrslu sína um fjármál HM 2018 (PDF) þar sem Íslendingar verða í fyrsta skipti á meðal þátttökuþjóða. Björn kynnti ýmsar forvitnilegar staðreyndir varðandi HM, meðal annars þá að keppnin felur í sér gríðarlegan kostnað fyrir gestgjafann hverju sinni en á sama tíma græðir FIFA á tá og fingri. Upphæðirnar eru svo háar að óhjákvæmilega veltir maður fyrir sér hvort ekki væri hægt að nýta peningana í mikilvægari málstað. Guðmundur Benediktsson íþróttalýsandi og Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, ræddu málin við Björn og var komið víða við. Meðal annars rifjaði Hermann upp þegar hann skellti sér á barinn með félögum sínum úr Charlton, Shaun Bartlett og Mark Fish, þegar tilkynna átti hvaða þjóð myndi halda HM 2010. Svo fór að Suður-Afríka tryggði sér keppnina og ætlaði allt um koll að keyra hjá þeim Fish, Bartlett og Hermanni sem segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að þykjast vera frá Suður-Afríku. Gleðin hafi verið svo mikil að það mætti halda að Suður-Afíka hefði orðið heimsmeistari.Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira