Engir betri Píratar en Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Björt Guðjónsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hefur að eigin sögn hug á að endurræsa Reykjavík og er tíðrætt um að stytta boðleiðir og einfalda ferlana í borginni. Viðreisn talar um einfaldara líf og virðist vitna í sömu hugmynd. Sósíalistaflokkurinn notar slagorðið „valdið til fólksins“. Það er okkur Pírötum alltaf fagnaðarefni þegar við sjáum að við erum öðrum innblástur, en það er enginn flokkur betri í að vera Píratar en einmitt Píratar. Markmiðin hafa þessir flokkar á hreinu og þeim deilum við með þeim. En hvernig ætla þeir að fara að þessu? Ég hef nefnilega ekki séð neinar raunhæfar lausnir. Á núverandi kjörtímabili hafa Píratar átt einn mann í núverandi meirihluta. Miðað við það höfum við náð mögnuðum hlutum í gegn. Við höfum hafist handa við að valdefla borgarbúa með því að festa umboðsmann borgarbúa í sessi, styrkja lýðræðistól eins og Betri Reykjavík og Hverfið mitt, opna bókhald borgarinnar og stofna rafræna þjónustumiðstöð. Þar að auki höfum við tekið frumkvæði að nýjum stefnum borgarinnar og með nýrri upplýsingastefnu, þjónustustefnu og lýðræðisstefnu höfum við lagt grunn að stórum og mikilvægum breytingum, jafnvel umbyltingu, í þjónustu borgarinnar. Þessar stefnur ásamt endurgerð þjónustuferla og rafvæðingu stjórnsýslunnar sem við höfum lagt grunn að, munu stytta boðleiðir, einfalda kerfin og bæta þjónustu við borgarbúa svo um munar. Við Píratar viljum raunverulegar lausnir til lengri tíma, ekki plástrapólitík til fjögurra ára. Við gætum almannahags og það er gríðarlega frelsandi í pólitík. Við viljum samfélag sem er gott að búa í og þar sem allir fá að njóta sín. Við viljum langtímahugsun og fagleg og traust vinnubrögð og gera hlutina vel frá byrjun frekar en að hlaupa af stað og framkvæma strax til að skrapa saman einhver atkvæði. Við stöndum fyrir nýrri sýn á pólitík. Þar sem stjórnmálin þjóna fólkinu. Þetta er róttækt á Íslandi, á litlu landi þar sem stjórnmálin hafa verið mikið til notuð til þess að færa vald frá almenningi til lítillar elítu sem svo handlangar góss og völd til vina og vandamanna. Við Píratar sækjumst eftir valdi til þess að dreifa því. Við viljum gagnsæi svo þú getir sjálf athugað í hvað peningarnir fara og hvernig ákvarðanir eru teknar. Við viljum traust og fagleg kerfi sem koma í veg fyrir spillingu. Þangað bíður okkar löng leið. En við höldum ótrauð áfram og gefumst aldrei upp. Ekkert rugl á okkar vakt. Setjum X við P.Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar