Kæru samborgarar Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. maí 2018 10:00 Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú þegar komið er að ykkur að velja þann flokk sem þið treystið best til að taka utan um ykkar mál í Reykjavík langar mig að segja frá fyrir hvað ég stend sem manneskja og sem oddviti Flokks fólksins. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég brunnið af sterkri réttlætiskennd. Hvers kyns óréttlæti, mismunun, óheiðarleiki og valdníðsla sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni hefur vakið í brjósti mér kraft tígrisdýrsins. Með þessari samlíkingu er ég að reyna að lýsa því báli sem blossar upp finni ég mig í aðstæðum í starfi jafnt sem einkalífi þar sem fólki líður illa og þar sem beitt er ofbeldi eða óréttlæti. Sú staðreynd að margt fólk á hvorki í sig né á og þeir erfiðleikar sem það hefur í för með sér er hrein skömm fyrir gott samfélag. Ég mun beita mér af hörku að uppræta fátækt. Ég ætla að blanda mér í málið og læt með öllum mögulegum hætti til skarar skríða til að stöðva eða sporna við óréttlæti. Kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks hafa versnað, húsnæðismál þessara hópa eru í ólestri og mun ég berjast af eldmóði í þágu þeirra verst settu. Ég er frökk, kjörkuð og verkglöð. Ég hef látið verkin tala. Hugmyndir nægja mér ekki, þær þarf að framkvæma. Ég hika ekki við að taka áhættu ef það er í þágu fólks. Í mér er óbilandi þrek og það vita allir sem þekkja mig. Sú barátta sem ég hef háð gegn einelti árum saman, sem margir þekkja mig af, lýsir þessu kannski best. Á þeim baráttuvettvangi hef ég látið einskis ófreistað til að þeim vágesti verði eytt. Árum saman barðist ég einnig fyrir réttlæti á vinnumarkaðnum í hlutverki mínu sem formaður Stéttarfélags Sálfræðinga. Á minni lífsleið með persónuleikaeinkenni eins og hér er lýst hef ég rekist á marga veggi og hef sannarlega ekki verið allra. En fyrir mér er það í lagi svo framarlega sem mér miðar áfram fyrir fólkið sem ég er að vinna fyrir og hjálpa. Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég verið farsæl og á hverjum degi er umbun þegar mætir mér bros og þakklæti og mér sagt að ég hafi hjálpað. Börn og unglingar eru minn skjólstæðingahópur til fjölda ára. Ég vil nú vaða upp á dekk í borgarstjórn og ekki linna látum fyrr en farið er að gera nauðsynlegar breytingar fyrir börnin í borginni. Við getum ekki liðið að því allra dýrmætasta sem við eigum, börnin, skulu mörg hver vera í mikilli vanlíðan. Málefni þeirra og fjölskyldna þeirra hafa einfaldlega ekki verið í forgangi, þau hafa verið vanrækt af stjórnvöldum. Ykkur kæru Reykvíkingar þrái ég að fá að þjóna, ég þrái að komast á þann stað þar sem ég get unnið fyrir marga í einu, barist fyrir fjöldann í þeim málum sem mér finnst verulega þurfa að taka til í. Hér má nefna húsnæðismálin sem við í Flokki fólksins ætlum að taka á af slíkum krafti að áður hefur ekki sést. Það hefur verið brotið á barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum í mörg ár, fólk sem á hvergi fastan samastað. Í mér brennur bál óréttlætis og sorgar þegar ég hugsa til þess hvernig farið hefur verið með fólk í Reykjavík sem búið hefur við skerta örorku, lúsarlaun, fólk sem missti allt sitt í Hruninu og á annað hundrað eldri borgara sem bíða nú ýmist eftir hjúkrunar- og dvalarheimili eða þjónustu til að geta verið sem lengst heima. Við í Flokki fólksins höfum lagt okkur í líma við að kynna okkar baráttumál og hvet ég ykkur til að skoða stefnuskrána svo að þið getið tekið upplýsta, persónulega ákvörðun um hverjum þið treystið best til að vinna fyrir ykkur af heiðarleika, einlægni, kappi og elju. Mitt persónulega kosningaloforð er að ég mun berjast fyrir hagsmunum ykkar með kjafti og klóm, blóði, svita og tárum. Góðar stundir og gangi ykkur vel.Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun