Þurftu að bregðast skjótt við eftir að löggan skellti í lás í Iðnó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2018 14:36 Brúðhjón og fleiri munu geta skemmt sér um helgina í Iðnó eins og til stóð að sögn René. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu í Iðnó við Tjörnina í gær og lokuðu staðnum. Lögreglumennirnir gengu erinda Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem að umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastaði í flokki þrjú hafði verið synjað. René Boonekamp, sem rekur Iðnó, segir í samtali við Vísi að málið sé úr sögunni. Vissulega hafi lögregla lokað staðnum í gær en þetta hafi allt verið á misskilningi byggt. Iðnó er vinsæll staður til skemmtanahalds og átti meðal annars brúðkaupsveisla að fara fram þar um helgina. „The show must go on,“ segir René léttur. Veisluhöld um helgina verði eins og til stóð.Neikvæð umsögn frá borgarstjórn Í svari frá Sigurði Hafstað, fagstjóra á þinglýsinga- og leyfasviði sýslumanns, kemur fram að þann 20. september í fyrra hafi sýslumanni borist umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Umsóknin hafi farið í lögbundið umsagnarferli um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Neikvæðar umsagnir bárust frá skrifstofu borgarstjórnar þar sem vísað var til þess að öryggis- og lokaúttekt lægi ekki fyrir. Leyfisveitendi má samkvæmt svari sýslumanns ekki gefa út rekstrarleyfi ef lögbundinn umsagnaraðili, Reykjavíkurborg í þessu tilfelli, leggst gegn útgáfu þess. Umsagnir eru bindandi fyrir leyfisveitanda samkvæmt reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Var umsókninni formlega synjað þann 18. maí en bráðabirgðaleyfi fyrir staðinn hafi runnið út þann 16. janúar. Sigurður segir að þar sem lögreglustjóri eigi að hafa eftirlit með framkvæmd laga hafi hann, lögum samkvæmt, án fyrirvara eða aðvörunar stöðvað starfsemina í gær enda ekki leyfi til hennar.Engum um að kenna Vísir hafði samband við René og félaga í morgun vegna málsins. Þeir voru önnum kafnir að ráða ráðum sínum og finna út hvernig hægt væri að bregðast við stöðunni. Hún var létt lundin hjá René þegar hann náði í blaðamann á þriðja tímanum. Hann var þá staddur á skrifstofu sýslumanns. Þegar blaðamaður spyr René út í neikvæða umsögn skrifstofu borgarstjórnar ítrekar hann að um misskilning hafi verið að ræða tengdar athugasemdum byggingafulltrúa. Engin ástæða sé til að dvelja við þetta. Engum sé um að kenna. „Þetta er no news,“ segir René léttur.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira