Feministar handteknir og sakaðir um hryðjuverk í Sádí-Arabíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. maí 2018 12:53 Bann við akstri kvenna verður afnumið í næsta mánuði en mannréttindasamtök óttast að umbæturnar risti ekki djúpt Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum. Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu konur, sem barist hafa fyrir réttindum kvenna í Sádí-Arabíu, hafa verið handteknar og eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök segja þetta benda til þess að allt tal um umbætur í Sádí-Arabíu hafi verið orðin tóm. Krónprinsinn, Mohammad bin Salman, hefur kynnt sig sem umbótasinna og boðað breytingar í hinu afar íhaldssama samfélagi. Þá hefur hann varið miklu fé í kynningarstarf erlendis til að skapa sér þessa ímynd. Nýleg mánaðarlöng reisa hans um vesturlönd var liður í því starfi og hitti hann fjölda vestrænna leiðtoga. Konurnar ellefu sem voru handteknar voru allar tengdar baráttu gegn lögum sem svipta konur sjálfræði með því að gera feður þeirra eða eiginmenn að eiginlegum forsjáraðilum þeirra. Konur mega ekki vera á ferð á almannafæri án þess að vera í umsjón karlmanns. Ekki er á dagskrá að afnema þau lög á næstunni. Í næsta mánuði stendur hins vegar til að leyfa konum að keyra. Þegar sú breyting var tilkynnt fengu margir umbótasinnar skilaboð frá yfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að tala við fjölmiðla á meðan athygli heimsins beindist að landinu vegna þessa. Handtökurnar gætu því tengst þeim skilaboðum.
Tengdar fréttir Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31 Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06 Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Sjá meira
Krónprins Sáda kynnir nýja og hófsamari sýn á íslam Mohammed bin Salman segir að "hófsamt, opið“ íslam skuli ráða ríkjum í konungsríkinu sem er þekkt fyrir íhaldssemi sína í trúmálum. 24. október 2017 14:31
Fyrsta kvikmyndahús Sádí Arabíu í 35 ár Bann við sýningu kvikmynda í Sádí Arabíu fellur formlega úr gildi á morgun þegar bandaríska ofurhetjumyndin Black Panther verður frumsýnd í höfuðborginni Riyadh. 17. apríl 2018 12:06
Konur í Sádi-Arabíu fá að þjóna í hernum Ákvörðunin kemur í kjölfar ýmissa breytinga Salmans konungs á stöðu kvenna þar í landi. 27. febrúar 2018 06:00