„Marcus þurfti hjálp, ekki dauða“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 13:37 Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Vísir/AP Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Lögreglan í Richmond í Bandaríkjunum birti í gær myndband af því þegar lögregluþjónn skaut nakinn og óvopnaðan mann til bana. Atvikið átti sér stað þann 14. maí eftir að hinn 24 ára gamli Marcus Peters hafði hlaupið nakinn um hraðbraut og veist að lögregluþjóninum sem skaut hann. Alfred Duham, lögreglustjóri, sagði að ákvörðun hefði verið tekin að birta myndbandið vegna rangfærslna um atvikið. Bað hann íbúa um tíma til að klára rannsókn á málinu. Á myndbandinu má sjá hvernig Peters veittist að lögregluþjóninum og hótaði að drepa hann. Lögregluþjónninn beitti rafbyssu gegn Peters sem virtist ekki virka. Þegar Peters réðst að honum í annað sinn skaut lögregluþjónninn hann tvisvar sinnum. Peters starfaði sem kennari og átti ekki við geðræn vandamál að stríða. Fjölskylda Peters segir myndbandið sýna að hann hafi þurft á hjálp að halda. Ekki dauða.Fór til að hitta samstarfsmann Peters mun hafa komið við á hóteli fyrr um daginn þar sem hann starfaði sem öryggisvörður um helgar. Samkvæmt frétt CBS 6 hafði hann sagt kærustu sinni að hann þyrfti að ræða við samstarfsmann þar.Á öryggismyndavélum sést að hann mætti klæddur á hótelið en yfirgaf það nakinn og fór hann upp í bíl sinn og keyrði á brott. Þá var búið að hringja á lögregluna. Lögregluþjónninn Michael Nyantakyi var á leið á vettvang þegar hann sá Peters keyra á annan bíl og flýja. Þegar myndbandið hefst var Nyantakyi að nálgast bíl Peters og sagði hann í talstöð sína að Peters virðist vera í ójafnvægi. Þá stökk Peters úr bíl sínum og hljóp út á hraðbraut. Þar varð hann fyrir bíl og velti hann sér fram og til baka á veginum. Að endingu stóð hann upp og nálgaðist Nyantakyi. „Leggðu frá þér rafbyssuna eða ég drep þig,“ sagði hann. Lögregluþjónninn skaut úr rafbyssunni en skotið virkaði ekki sem skyldi. Stutt átök þeirra enduðu með því að Nyantakyi skaut Peters tvisvar sinnum. Þegar aðrir lögregluþjónar komu á vettvang sagði Nyantakyi að líklega væri þörf á frekari valdbeitingu. Peters dó á sjúkrahúsi skömmu síðar. Eins og áður segir stendur rannsókn enn yfir og felur hún meðal annars í sér krufningu og efnarannsókn. Fjölskylda Peters segir myndbandið vekja fleiri spurningar en það svari. Ekkert sé vitað hvað hafi gengið á hótelinu.Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira