Píratar og eldri borgarar - fullkomin samleið Rannveig Ernudóttir skrifar 26. maí 2018 13:30 Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Rannveig Ernudóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Velferðarmál eldri borgara þurfa að fá meiri athygli. Eins og við vitum öll búa eldri borgarar sem og reyndar öryrkjar líka, við ýmsar skerðingar. Skerðingar sem við hin sem erum þátttakendur í atvinnulífinu, myndum alls ekki sætta okkur við. Við höfum verkfæri á borð við verkfallsrétt til að mótmæla og fara fram á bættari kjör. Eldri borgarar og öryrkjar hins vegar geta ekki gert það. Þau þurfa að treysta á mannlega ríkisstjórn sem sýnir mannhelgi þeirra virðingu. Ríkisstjórn sem mætir þeim af alúð og skilningi, sem lítur ekki á þau sem bagga, heldur sem mannauð. En hvað vilja Píratar gera fyrir eldri borgara í Reykjavík? Reykjavíkurborg á að vera aldursvæn sem og heilsueflandi borg sem sinnir þörfum allra íbúa sinna. Píratar vilja útrýma einmanaleika eldri borgara og vilja að allir eiga rétt á aðgengi að upplýsingum, þjónustu og samfélaginu. Við viljum leggja niður sjálfbært félagsstarf, sem er ekkert annað en sparnaður falinn í hugmyndafræði, og fá aftur leiðbeinendur í vinnustofurnar. Félagsstarf eldri borgara á ekki að vera byggt á tilviljunarkenndum orkusprautum. Píratar ætla að bæta og efla heimaþjónustu þar sem þarfir einstaklinga, byggt á þeirra eigin huglægum óskum, eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hlutlægt mat heimaþjónustunnar. Það þarf að rýmka fyrir því hverjir geta sótt um að komast í þjónustuíbúðir borgarinnar og endurskoða þörfina fyrir dagvistunarúrræði. Eldri borgarar eiga heimtingu á að komast leiðar sinnar allan ársins hring þrátt fyrir snjóþyngsli, hálku og slæm veðurskilyrði. Píratar vilja einnig að notendaráð félagsmiðstöðvanna hafi val um að setja saman sinn eigin matseðil, í samvinnu við kokkinn, eða panta mat frá Vitatorgi. Við viljum því minni miðstýringu og meira íbúalýðræði. Einnig viljum við að félagsmiðstöðvarnar séu opnar á kvöldin og um helgar, að sjálfsögðu eftir eftirspurn, en að valið standi til boða. Þá viljum við auka forvarnarfræðslu fyrir bæði eldri borgara sem og aðstandendur þeirra og auðvitað raf- og snjallvæða alla íbúa borgarinnar, það mun víst vera framtíðin. Þá sjáum við fyrir okkur að hægt verði að nýta akstursþjónustu aldraðra til þess að skila gögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt en einnig að veita aðstoð við það að skila rafrænt. Sú stefna borgarinnar að allir eigi að búa heima eins lengi og unnt er, má ekki á sama tíma verða til þess að þjónustuþörfum einstaklinga sé ekki sinnt. Stefnan má ekki flækjast fyrir þörfum og vilja íbúa. Að lokum eru Píratar mjög hrifnir af alls kyns kynslóðablöndun og viljum við að borgin sé leiðandi í slíkum verkefnum. Brjótum niður aldurslandamæri og blöndumst betur saman í samfélaginu. Það þarf alls konar fólk til að skapa samfélag. Píratar eru alfarið mótfallin þeim kjörum sem eldri borgarar búa við í dag og munum að sjálfsögðu beita þrýstingi við að leggja af tekjuskerðingar eldri borgara. Myndum við sætta okkur við að yfirvinnan myndi kosta okkur grunntekjurnar? Það held ég nú ekki! Látum lífeyri eldri borgara í friði og bjóðum þeim upp á aldursvæna borg! Höfundur er tómstundafræðingur og er í 4. sæti Pírata í Reykjavík.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun