Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:51 Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03