Borg syndanna að breytast í íþróttaborg Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 23:30 Leikmenn Vegas Golden Knigts fagna deildarmeistaratitlinum á svellinu á dögunum en Stanley-bikarinn er skammt undan. vísir/Getty Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira
Íshokkí Las Vegas gengur undir hinum ýmsu nöfnum, borg syndanna, borg ljósanna, höfuðborg veðmála og leikvöllur Bandaríkjanna. Hingað til hefur borgin ekki haft mikil tengsl við íþróttir, þar til nú. Í miðri eyðimörkinni, þar sem 20 sentímetra snjókoma setti samfélagið á hliðina fyrir tíu árum, er skyndilega búið að stofna íshokkíliðið Vegas Golden Knights. Þykja þeir líklegir til að vinna Stanley-bikarinn á fyrsta ári sínu eftir stofnun enda með heimavallarrétt í úrslitaeinvíginu gegn Washington Capitals. Er þetta í fyrsta sinn í 38 ár sem lið kemst í úrslitakeppnina í íshokkíi á fyrsta ári sínu og fyrsta sinn í fimmtíu ár sem lið kemst í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu. Það er ekki aðeins í íshokkíinu sem Las Vegas er að skjótast fram á sjónarsviðið í bandarísku íþróttalífi en nýlega hófst fyrsta tímabil Las Vegas Aces í WNBA-deildinni. Þá eru tvö ár í að nýr völlur Raiders-manna í NFL-deildinni verði opnaður í eyðimörkinni og að þeir flytji sig um set frá Oakland yfir til Las Vegas. Hér áður fyrr höfðu eigendur liða í stóru íþróttadeildum Bandaríkjanna áhyggjur af freistingum sem biðu leikmanna í borginni. Vandræði myndu fylgja því að leika reglulega í Las Vegas en íshokkí-liðið hefur sýnt að það er hægt að reka íþróttafélög í borg syndanna.Nýliðarnir komnir alla leið Bandaríska deildarkerfið í íþróttum tryggir það að þegar ný lið eru stofnuð fái þau greiðan aðgang að góðum leikmönnum til að geta teflt fram samkeppnishæfu liði. Fengu forráðamenn annarra liða að velja nokkra leikmenn í sínum herbúðum sem væru ósnertanlegir. Eftir það fengu forráðamenn Vegas Golden Knights að velja sér leikmenn úr herbúðum andstæðinganna. Þar náðu þeir í burðarása liðsins og bættu svo við ungum og efnilegum leikmönnum í árlegu nýliðavali deildarinnar. Þrátt fyrir það var talið svo gott sem ómögulegt að Golden Knights myndi fara í úrslitaleikinn á fyrsta ári sínu enda fimmtíu ár síðan lið komst í úrslitin á fyrsta ári sínu eftir stofnun. Í aðdraganda fyrsta leiks tímabilsins og fyrsta leik liðsins var framið voðaverk í borginni. Alls létust 58 manns og 851 særðist í skotárás rúmum kílómetra frá höllinni sem Golden Knights leikur í. Gerðist það aðeins nokkrum dögum fyrir fyrsta leikinn og var athyglin skiljanlega á allt öðrum stað en á hokkívellinum í frumraun Golden Knights. Hokkíliðið sameinaði íbúa borgarinnar með góðu gengi en níu af fyrstu tíu heimaleikjunum unnust. Var alltaf beðið eftir því að liðinu myndi fatast flugið en því hefur tekist að standast öll áföll tímabilsins til þessa og skyldi engan undra að það ynni stærsta bikar bandarískra íþrótta, Stanley-bikarinn, á næstu dögum. kristinnpall@frettabladid.is
Aðrar íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Sjá meira