Leiðtogakjör? Guðmundur Brynjólfsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er skelfilegt að horfa upp á það þegar fólk trúir á aðra dauðlega menn, býr sér til hálfguði. Bugtar sig og beygir fyrir þeim. Apar eftir þeim frasa og formúlur. Lætur taka af sér myndir við hlið þeirra. Kýs þá í kosningum og tekur á sig höggin sem misgjörðir þeirra kalla fram – sem er of oft. En ef það er skelfilegt þá er ógeðslegt að horfa upp á átrúnaðargoðin spila inn á dýrkun hinna. Njóta þess að vera hálfguðir, þenjast út við hverja bjálfalega hneigingu lýðsins, leggja andaktugir við hlustir eftir eigin orðum úr munni hinna og geifla sig með grátlega heimóttarlegum einstaklingum á sjálfsmyndum safnaðarins. Við gengum að kjörborðinu fræga á laugardaginn. Margir gátu vegið og metið málefni í friði og spekt – í mörgum hreppum lands var ekki lögð áhersla á persónudýrkun – heldur gengu listar fram í jafnræði; einstaklingar í auðmýkt. Þar fá málefnin margumtöluðu að ráða – í ró. Á hinum stöðunum, sem eru færri en oftast stærri, þurfum við að reyna að grína í fasteignagjöldin og útsvarið, fráveitumál og ferðamáta, í gegnum tannkremstúpur, fatabúðir og auglýsingastofur – eða þá í gegnum einhverjar óskilgreindar gáfur og yfirburði sem berast um stræti eða héruð líkt og þokuslæðingur; eins og spásagnir og gátur af galdraöld. Fólk á ekki að trúa á annað fólk en sig sjálft. En heiðra aðrar manneskjur, eftir ígrundun – séu þær þess virði. Tal um sterka leiðtoga og pólitískar yfirburðamanneskjur er hjómið eitt. Þetta er fólk eins og við – hvorki merkilegra né ómerkilegra. Þó reyndar, stundum, ómerkilegra. Því þetta fen sem áður er lýst, er kjörlendi siðblindra. „Við tökum manna vitnisburð gildan en vitnisburður Guðs er meiri.“
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar