Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. maí 2018 11:15 Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2 Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12. „Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“ Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn. „Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi, sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár. Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu. „Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent