Úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann grunaður um gróf brot Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 15:54 Húsnæði Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni því hann sé undir rökstuddum grun um ofbeldi, áreiti og ónæði gagnvart konu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn vegna þriggja ofbeldisbrota sem áttu sér stað árið 2016 og 2017. Konan segir manninn hafa veist að henni með ofbeldi nú í maí mánuði þannig að hann hafi dregið hana upp stiga, þrengt að hálsi hennar með hálsmáli peysu hennar, neitað konunni að yfirgefa heimili hans, sest klofvega á konuna og hert að hálsi hennar svo að konan hafi upplifað að maðurinn væri að kirkja hana. Sagði konan manninn hafa kýlt hana ítrekað í kvið þar til konan slapp út og náði að hringja eftir aðstoð lögreglu. Var konan með áverka á hálsi sem eru sagðir staðfesta frásögn hennar, sem og fleiri áverka. Konan sagði manninn hafa elt hana og núverandi kærasta hennar daglega og hann hafi sent henni mörg skilaboð. Því til staðfestingar lagði konan fram skjáskot af samskiptum þeirra í smáskilaboðum, en í greinargerð lögreglu kemur fram að af þeim gögnum verði ráðið að konan vilji forðast manninn og samskipti við hann, sem hann virði að vettugi. Konan hefur lýst því að hún sé ofsahrædd við manninn og þori ekki út úr húsi nema athuga sérstaklega hvort hann sé nálægur. Hjá lögreglu er enn fremur til meðferðar mál vegna meintrar líkamsárásar mannsins gegn konunni frá því í fyrra. Konan hefur lýst því hvernig maðurinn ýtti henni með þeim afleiðingum að mjóbak hennar skall á eldhúsinnréttingu, kýlt hana í eyra og kjálka, hrint henni í stiga svo hún hafi rekið sköflung og hné í stigaþrep. Í gögnum málsins séu myndir lögreglu af áverkum brotaþola ásamt læknisvottorði sem staðfesti áverka sem samrýmist frásögn konunnar. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem karlmanni var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni því hann sé undir rökstuddum grun um ofbeldi, áreiti og ónæði gagnvart konu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn vegna þriggja ofbeldisbrota sem áttu sér stað árið 2016 og 2017. Konan segir manninn hafa veist að henni með ofbeldi nú í maí mánuði þannig að hann hafi dregið hana upp stiga, þrengt að hálsi hennar með hálsmáli peysu hennar, neitað konunni að yfirgefa heimili hans, sest klofvega á konuna og hert að hálsi hennar svo að konan hafi upplifað að maðurinn væri að kirkja hana. Sagði konan manninn hafa kýlt hana ítrekað í kvið þar til konan slapp út og náði að hringja eftir aðstoð lögreglu. Var konan með áverka á hálsi sem eru sagðir staðfesta frásögn hennar, sem og fleiri áverka. Konan sagði manninn hafa elt hana og núverandi kærasta hennar daglega og hann hafi sent henni mörg skilaboð. Því til staðfestingar lagði konan fram skjáskot af samskiptum þeirra í smáskilaboðum, en í greinargerð lögreglu kemur fram að af þeim gögnum verði ráðið að konan vilji forðast manninn og samskipti við hann, sem hann virði að vettugi. Konan hefur lýst því að hún sé ofsahrædd við manninn og þori ekki út úr húsi nema athuga sérstaklega hvort hann sé nálægur. Hjá lögreglu er enn fremur til meðferðar mál vegna meintrar líkamsárásar mannsins gegn konunni frá því í fyrra. Konan hefur lýst því hvernig maðurinn ýtti henni með þeim afleiðingum að mjóbak hennar skall á eldhúsinnréttingu, kýlt hana í eyra og kjálka, hrint henni í stiga svo hún hafi rekið sköflung og hné í stigaþrep. Í gögnum málsins séu myndir lögreglu af áverkum brotaþola ásamt læknisvottorði sem staðfesti áverka sem samrýmist frásögn konunnar.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Sjá meira