Skanna tvær milljónir mynda The Telegraph Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 29. maí 2018 07:00 Myndasafnið frá The Telegraph fyllti heilan 40 feta gám. Á skrifstofunni hjá Arnaldi og félögum er allt morandi í myndum. Vísir/Sigtryggur Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Fyrirtækið NordicVisual hefur samið við breska fjölmiðilinn The Telegraph um að skanna og flokka myndasafn hans og færa á rafrænt form. „Þetta eru myndir sem hafa ekki verið aðgengilegar almenningi í yfir 100 ár. Þetta eru gamlar, svarthvítar myndir með handskrifuðum punktum blaðamanna og stimplum frá dagblöðunum aftan á. Við skönnum þær inn og flokkum fyrir The Telegraph, sem er mjög tímafrekt og dýrt. Svo fá þeir safnið á rafrænu formi en við seljum upprunalega eintakið á netinu til safnara og gallería, auk fyrirtækja og einstaklinga sem vilja eiga þær og til dæmis setja upp á vegg eða eru að safna ákveðnu viðfangsefni,“ segir Arnaldur G. Johnson, framkvæmdastjóri NordicVisual og einn af stofnendum. Arnaldur segir að það sé gríðarlega kostnaðarsamt að skanna inn myndasöfn, fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður í þeim efnum og vera stafrænni. „Við bjóðum þessum myndasöfnum upp á að skanna inn og flokka allt myndasafnið gegn því að við eignumst í staðinn pappírseintökin sjálf og seljum þau svo. Þannig geta dagblöðin komið myndasafninu sínu á stafrænt form án útlagðs kostnaðar. Við fáum svo okkar tekjur með því að selja pappírseintökin.“Arnaldur segir að það taki líklega um tvö til þrjú ár að skanna inn myndasafn Telegraph.Vísir/sigtryggurGert er ráð fyrir að aðgerðin fyrir The Telegraph taki um tvö til þrjú ár. „Sérstaða okkar er kerfið og ferlarnir sem við höfum byggt upp og það er lykillinn að þessu. Við notum okkar eigin kerfi sem við höfum þróað sem notar meðal annars gervigreind ásamt okkar reynslu við umsýslu mynda til að lágmarka tíma við hvert og eitt skref í ferlinu. Við náum þannig að skanna inn og flokka um þrjú þúsund myndir á dag, í því felst að skanna bæði fram- og bakhlið á hverri mynd, flokka hana, skrifa lýsingartexta, stað, dagsetningu og leitarorð og setja svo í sölu á eBay, Amazon og okkar eigin vef, Imsvintagephotos.com. Kerfið okkar er beintengt við eBay og Amazon,“ segir Arnaldur. „Meðalverð á mynd er ekki hátt og því skiptir miklu máli að hafa mikið magn enda eru efnistökin svo svakalega fjölbreytt að því meira sem við setjum í sölu, því fleiri og fjölbreyttari viðskiptavina náum við til. Myndefnið í svona myndasöfnum nær allt frá árinu 1910 til dagsins í dag, allt frá Rolling Stones og kóngafólki til stríðsátaka og alls þar á milli sem fjallað hefur verið um í dagblöðum síðustu 100 árin eða frá upphafi 20. aldarinnar. Við erum eingöngu að skanna og vinna erlend myndasöfn og seljum bara erlendis.“ NordicVisual er angi af NordicPhotos, sem var stofnað árið 2000 og hefur farið ört vaxandi síðan. Auk myndasafns The Telegraph hefur fyrirtækið til umráða tvö önnur bresk myndasöfn og eitt stærsta myndasafn Svíþjóðar einnig.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira