Án Söru Bjarkar og Dagnýjar Hjörvar Ólafsson skrifar 29. maí 2018 08:30 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson stendur enn og aftur frammi fyrir því sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu að geta ekki teflt fram lykilleikmanni sínum í mikilvægum leik hjá liðinu. Að þessu sinni er það Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, sem er fjarri góðu gamni vegna hásinarmeiðslanna sem hún varð fyrir í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg í síðustu viku. Hásin Söru Bjarkar er trosnuð, en myndataka sem hún fór í um helgina leiddi í ljós að rúmur mánuður er í að hún geti byrjað að æfa af fullum krafti á nýjan leik. Af þeim sökum verður Sara Björk ekki með þegar íslenska liðið mætir Slóveníu í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi. Ofan á meiðsli Söru Bjarkar bætist að Rakel Hönnudóttir sem leyst hefur Dagnýju Brynjarsdóttur af hólmi með miklum sóma inni á miðsvæðinu í undanförnum leikjum íslenska liðsins í undankeppninni er í kapphlaupi við tímann með að ná leiknum gegn Slóveníu. Rakel glímir við tognun aftan í læri og ekki er útséð um hvort hún verður klár í slaginn í tæka tíð. „Það er vissulega þreytandi að við höfum verið að missa einn til tvo lykilleikmenn nánast fyrir hvert verkefni undanfarin misseri, því er ekki að neita. Ég er hins vegar fyrst og fremst leiður fyrir hönd Söru Bjarkar sem hafði átt gríðarlega gott keppnistímabil yfir að hún skyldi meiðast á þessu lykilaugnabliki,“ segir Freyr við Fréttablaðið. „Ég var aftur á móti farinn að búa mig undir að fá fregnir af því að hásinin væri slitin og fram undan væri hálft ár í fjarveru vegna meiðsla. Þar af leiðandi var það ákveðinn léttir þegar Sara Björk færði mér þau tíðindi að svo væri ekki og hún yrði komin aftur á völlinn eftir mánuð. Nú miðast endurhæfing hennar að því að hún verði komin í toppform þegar við mætum Þýskalandi í september,“ segir Freyr um stöðu mála hjá Söru Björk. „Það er huggun harmi gegn að við höfum óvenjulega langan tíma og fáum óvenju margar æfingar í þessum landsliðsglugga. Við getum því farið vel yfir það hvaða breytingar við munum gera í ljósi þess að Sara Björk og hugsanlega Rakel verði ekki með okkur. Við munum mögulega fara í breytingar á leikkerfi til þess að bregðast við þessu, en ég er að fara yfir það þessa dagana hvernig best er leysa fjarveru þessara öflugu leikmanna,“ segir Freyr aðspurður um það hvaða breytingar hann muni gera í ljósi aðstæðna. Ísland er í öðru sæti riðils síns fyrir leikinn gegn Slóveníu, en sigur í leiknum kemur liðinu upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins. Ísland og Þýskaland mætast svo í toppslag riðilsins á Laugardalsvelli 1. september og Tékklandi í lokaleik sínum í riðlakeppninni þremur dögum síðar. Liðið sem endar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni HM 2019, en þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna fara í umspil um tvö laus sæti.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira