Engin uppgjöf í verðstríði þrátt fyrir sex króna hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Eldsneytisverð hafa bara hækkað síðan verðstríðið hófst, bæði hjá Costco sem og Atlantsolíu og öðrum félögum. Fréttablaðið/Stefán „Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum. Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
„Við erum ekkert að fara að hætta í þessari baráttu. Við erum í þessu af fullri alvöru,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Verð á eldsneytislítranum hefur hækkað um sex krónur frá mánaðamótum þegar félagið hóf verðstríð við Costco og boðaði lægsta eldsneytisverð á Íslandi á stöð sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eldsneytisverð hefur almennt hækkað tölvuvert á undanförnum vikum hjá öllum félögum og Guðrún Ragna segir þar heimsmarkaðsverði á olíu helst um að kenna. Fréttablaðið greindi fyrst frá því að Atlantsolía ætlaði að veita nágrönnum sínum í Costco samkeppni með lægra verði á stöð sinni í Kaplakrika þann 1. maí. Þá keyrði félagið lítraverðið á bensíni úr 211,9 krónum niður í 189,9 krónur, eða um 22 krónur, og annað eins á dísillítranum. Síðan þá hefur hin síbreytilegi og óútreiknanlegi olíumarkaður úti í hinum stóra heimi sett strik í reikninginn.Sjá einnig: Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Lítraverðið á bensíni er nú komið í 195,9 krónur og hefur því hækkað um sex krónur líkt og dísillítrinn, sem í gær var kominn í 188,9 krónur. Í gær, líkt og í upphafi mánaðar, munar nú einni krónu á eldsneytislítranum hjá Atlantsolíu og Costco, þar sem Costco hefur betur. Atlantsolía hefur hins vegar bent á að stöðin í Kaplakrika er öllum opin og ekki krafist aðildarkorts eða gjalda líkt og hjá Costco. Þrátt fyrir að Atlantsolía hafi ákveðið að taka slaginn við Costco í Kaplakrika virðast önnur olíufélög hafa setið á sér. Atlantsolía í Kaplakrika og Costco í Kauptúni bjóða enn langlægsta lítraverðið á eldsneyti, svo munar allt að 20-30 krónum á lítranum miðað við algengt verð á öðrum stöðvum.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Samgöngur Tengdar fréttir Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert. 1. maí 2018 05:30