Raheem Sterling lét setja á sitt risastórt byssutattú en það er á hægri fæti hans. Byssan er veglegur riffill sem nær upp eftir öllum kálfa hans.
The Sun sló þessu upp á forsíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „sick“ eða „sjúkt“ en leikmaðurinn sjálfur útskýrði þetta á Instagram.
Raheem Sterling reveals meaning behind gun tattoo https://t.co/edGy6FQdeR
— Telegraph Football (@TeleFootball) May 29, 2018
Hinn 23 ára gamli Raheem Sterling benti einnig á það að tattúið væri ekki enn tilbúið og því má búast við að það muni stækka og breytast á næstu misserum.
Raheem Sterling átti frábært tímabil með Englandsmeisturum Manchester City og er á leiðinni á HM í Rússlandi með enska landsliðinu. Sterling hefur spilað það vel að hann hefur verið orðaður við lið Real Madrid, Barcelona og Paris Saint-Germain í enskum fjölmiðlum.
When you’re training and realised you ain’t post on the gram in couple days.
A post shared by Raheem Sterling x (@sterling7) on May 27, 2018 at 2:41pm PDT