ÍSEY skyr frá MS í útrás til Japans Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 13:29 Undirritun samnings. Frá vinstri Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Ari Edwald, forstjóri MS, Kouji Fushimi, forstjóri Nippon Luna, Kanji Bando, aðstoðarforstjóri Nippon Ham MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr. Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira
MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr.
Mest lesið Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Sjá meira