Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:28 Sjálfstæðismenn hafa verið í hreinum meirihluta í Eyjum í tólf ár en eftir kosningarnar nú verður breyting þar á. Vísir/pjetur Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17