Íslendingar óhræddari við að að trúa á góðan árangur í íþróttum á alþjóðavettvangi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. maí 2018 15:45 Gunnar Valgeirsson prófessor hélt erindi í gær um íþróttaiðkun barna í Bandaríkjunum. Mynd/Kristinn Ingvarsson Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna. Íslenskir foreldrar hegða sér líka betur á hliðarlínunni. Þetta segir Gunnar Valgeirsson félagsfræðiprófessor við California State University, Los Angeles (CAL STATE LA) í samtali við Vísi. Gunnar hefur meðal annars kennt félagsfræði íþrótta í 26 ár og tók hann þátt í viðburðinum Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? sem sýnt var frá í beinni útsendingu á Vísi í gær. Fundurinn var hluti af fyrirlestrarröð Háskóla Íslands, Best fyrir börnin. „Stærðin í Bandaríkjunum og svo er svo mikið af barnaíþróttum í einkageiranum,“ segir Gunnar um muninn á íþróttastarfi barna í Bandaríkjunum og hér á landi. „Foreldrar þurfa eflaust ekki að eyða jafn miklu í íþróttastarf barna hér á landi. Þeir eru ekki með barnaíþróttir í skólum í Bandaríkjunum eins og gagnfræðiskólaíþróttir eru alfarið í gegnum skólana.“ Gunnar segir að fjölbreytni og breytt úrval valkosta einkenni íþróttastarf barna í Bandaríkjunum. „Foreldrar geta fundið næstum því hvaða íþrótt sem er svo lengi sem þeir eiga pening, sérstaklega í einstaklingsíþróttum.“Ekki allir með sömu möguleika Gunnar segir að kostnaðurinn við íþróttaiðkun valdi því að sumar fjölskyldur hafi ekki úr miklu að velja. „Gallinn er að ef það er skortur á peningum í fjölskyldum þá minnkar það valmöguleika barna töluvert. Þú sérð þetta sérstaklega vel í fátækrahverfum innflytjenda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Þess vegna sérðu í mörgum blökkumannahverfum að þeir eru að fylla körfuboltavellina af því að það er bara sú íþrótt sem þeir hafa aðgang að. Í Bandaríkjunum eru líka mjög fáir blökkumenn í sundi.“ Nefnir hann þar Ólympíulið Bandaríkjamanna sem dæmi. „Næstum því allir sundmenn Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum eru hvítir. Það er ekki fyrir það að svartir geti ekki synt, þeir geta gert það vel. Þeir hafa bara ekki aðgang til dæmis að laugum í þeim hverfum þar sem þeir eru. Í Bandaríkjunum er því veikleikinn sá að börn í fátækari stéttum hafa mun minni valmöguleika.“Gunnar telur að íþróttir barna hér á landi séu ódýrari en í Bandaríkjunum. Vísir/Anton BrinkVelja hvort íþróttin er „gaman eða alvara“ Viðar Halldórsson hélt einnig erindi á viðburðinum í gær, og ræddi þar meðal annars um kosti þess að hér á landi æfa öll börn á sama aldri saman íþróttir, óháð getu. „Við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Sjá einnig: Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Gunnar segir að í Bandaríkjunum þurfi foreldrar barna sem stunda íþróttir að velja fljótlega hvort barnið eigi að æfa í afreksliði eða ekki. „Spurningin er um það hvort þú vilt hafa barnaíþróttina sem meira gaman eða er þetta alvara.“ Margar fjölskyldur sem velja að reyna að láta sín börn verða afreksfólk í íþróttum gera það til þess að auka líkur á því að barnið fái skólastyrk í framtíðinni, fyrir að stunda íþróttir. „Þetta er leið til að komast á háskólastyrk. Það er meira það heldur en að foreldrar í Bandaríkjunum haldi endilega að börnin sín verði atvinnumenn. Ef að krökkunum gengur vel í barnaíþróttum að þau komist þá inn í skólaliðin í gagnfræðaskóla og þaðan á háskólastyrk. Þetta er voðalega mikið hugsunarhátturinn, sérstaklega hjá miðstéttarfjölskyldum.“Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State háskólann í Bandaríkjunum, og Stefán Arnarson, íþróttastjóri KR og þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna, héldu erindi á fundinum.Vísir/EgillForeldrar hegða sér betur Gunnar segir að mörg gildi séu lík hér á landi og í Bandaríkjunum, til dæmis hvað við erum miklir keppnismenn. Hann hefur meðal annars kennt áfanga í félagsfræði íþrótta síðustu 26 ár og skrifaði BA-ritgerð, MA-ritgerð og doktors ritgerð um íþróttir enda hefur hann brennandi áhuga á þeim. „Ég er búinn að vera búsettur í Bandaríkjunum meira eða minna síðan árið 1984 og í Kaliforníu síðan ég útskrifaðist 1991.“ Á fyrirlestrinum í gær talaði Gunnar um það að áður fyrr hafi foreldrar verið sjaldséðir á íþróttakeppnum og æfingum barna, til dæmis þegar hann dæmdi á mótum barna. Þegar hann flutti til Bandaríkjanna sá hann að þar var annað uppi á teningnum, en það reyndist ekki vera jákvætt. Var það aðallega vegna hegðunar foreldranna og samskipta þeirra við dómara, þjálfara og foreldra annarra barna. „Það er verið að nöldra og öskra.“ Gunnar segir að hann telji hegðun foreldra ungra íþróttaiðkenda hér á landi vera mun betri. „Vandamálin í bandarískum barnaíþróttum eru fullorðnir. […] Flest vandamálin eru í keppnum og á leikjum. Mér heyrist að þetta sé miklu minna vandamál hér.“ Meira sjálfstraust í dag Aðspurður hvort Íslendingar gætu lært eitthvað af íþróttaiðkun barna í Bandaríkjunum svarar Gunnar því neitandi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá held ég bara ekki. Eins og Viðar benti á erum við að gera marga hluti mjög vel og það passar bara mjög vel inn í okkar þjóðfélag.“ Gunnar starfaði mikið í kringum íþróttir þegar hann bjó hér á landi og segir að ýmislegt hafi breyst síðan þá. „Aðallega varðandi peninga, við erum ekki lengur áhugamenn heldur hálf-atvinnumenn í meistaraflokki og jafnvel atvinnumenn í sumum íþróttum. Það er allt gert fyrir peninga í dag, það var miklu meira sjálfboðavinna þegar ég var að stússast í þessu svona frá 78 til 84. Ég veit að það er enn töluverð sjálfboðavinna en hún er ekki eins alger og hún var.“ Sem dæmi um fleiri breytingar nefnir Gunnar einnig gríðarlega bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar. „Uppbygging íþróttamannvirkja, það hefur orðið algjör bylting í því.“ Hugarfar íþróttafólks og annarra hefur einnig breyst töluvert, að hluta vegna árangurs íþróttaliða okkar erlendis. „Ég held að gildin séu svipuð en ég held að Íslendingar séu óhræddari við að halda að við getum unnið á alþjóðavettvangi. Þessi trú að við getum gert þetta.“ Gunnar segir að Íslendingar hafi meiri trú á mögulegum árangri á alþjóðavettvangi en áður.vísir/gettyEnn kynjaójafnvægi innan íþrótta Gunnar segir að á síðustu árum hafi orðið gjörbylting í íþróttum kvenna í Bandaríkjunum. Stærsta breytingin hafi orðið eftir að ný lög voru samþykkt árið 1972 þar sem skólar voru skyldaðir til þess að setja fjármagn í íþróttaiðkun kvenkyns nemenda. „Þessar íþróttadeildir gagnfræðaskóla og háskóla voru hreint og beint neyddar til þess að búa til tækifæri fyrir stúlkur, að gefa þeim tækifæri á að spila. Viðmótið hjá þeim sem voru að reka þetta, mest karlmenn, var oft „stúlkur hafa engan áhuga á íþróttum.“ En það sem gerðist náttúrulega að um leið og stúlkum og konum var gefið tækifæri á að spila þá tóku þær það með opnum höndum sem að leiddi til þess að smám saman þá varð ótrúleg aukning í fjölda stúlkna og kvenna sem voru að taka þátt í keppnisíþróttum. Útkoman er sú í dag að á síðustu tveimur Ólympíuleikum hefur kvennalið bandaríska Ólympíulandsliðsins unnið fleiri verðlaun en karlalandsliðið.“ Þrátt fyrir allar þær byltingar sem hafa orðið er kynjamunur þó enn til staðar. Gunnar skrifaði meistararitgerð um íþróttaumfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Íslandi, meðal annars íþróttir kvenna. „Hlutfallið var betra hér á Íslandi. Fjölmiðlar á Íslandi voru að standa sig betur en fjölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Í niðurstöðunum kom Ísland betur út en Bandaríkin, bæði í hlutfalli umfjöllunar um íþróttir kvenna og myndavali. „Kynjamisréttið það er ekkert vafamál en þetta gengur svona hægt og sígandi. Það er alltaf verið að auka á jafnréttið.“ Hann telur að jafnréttismálin séu samt komin lengra innan íþrótta á Íslandi.Upptöku frá viðburði Háskóla Íslands má finna hér að neðan, erindi Gunnars hefst á mínútu 25:35. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands heldur erindi um íþróttir á tímum atvinnumennsku í dag. 28. maí 2018 11:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Íþróttaiðkun barna á Íslandi er betur skipulögð svo möguleikarnir eru jafnari en í Bandaríkjunum og hér á landi er kynjamisréttið minna. Íslenskir foreldrar hegða sér líka betur á hliðarlínunni. Þetta segir Gunnar Valgeirsson félagsfræðiprófessor við California State University, Los Angeles (CAL STATE LA) í samtali við Vísi. Gunnar hefur meðal annars kennt félagsfræði íþrótta í 26 ár og tók hann þátt í viðburðinum Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? sem sýnt var frá í beinni útsendingu á Vísi í gær. Fundurinn var hluti af fyrirlestrarröð Háskóla Íslands, Best fyrir börnin. „Stærðin í Bandaríkjunum og svo er svo mikið af barnaíþróttum í einkageiranum,“ segir Gunnar um muninn á íþróttastarfi barna í Bandaríkjunum og hér á landi. „Foreldrar þurfa eflaust ekki að eyða jafn miklu í íþróttastarf barna hér á landi. Þeir eru ekki með barnaíþróttir í skólum í Bandaríkjunum eins og gagnfræðiskólaíþróttir eru alfarið í gegnum skólana.“ Gunnar segir að fjölbreytni og breytt úrval valkosta einkenni íþróttastarf barna í Bandaríkjunum. „Foreldrar geta fundið næstum því hvaða íþrótt sem er svo lengi sem þeir eiga pening, sérstaklega í einstaklingsíþróttum.“Ekki allir með sömu möguleika Gunnar segir að kostnaðurinn við íþróttaiðkun valdi því að sumar fjölskyldur hafi ekki úr miklu að velja. „Gallinn er að ef það er skortur á peningum í fjölskyldum þá minnkar það valmöguleika barna töluvert. Þú sérð þetta sérstaklega vel í fátækrahverfum innflytjenda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Þess vegna sérðu í mörgum blökkumannahverfum að þeir eru að fylla körfuboltavellina af því að það er bara sú íþrótt sem þeir hafa aðgang að. Í Bandaríkjunum eru líka mjög fáir blökkumenn í sundi.“ Nefnir hann þar Ólympíulið Bandaríkjamanna sem dæmi. „Næstum því allir sundmenn Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum eru hvítir. Það er ekki fyrir það að svartir geti ekki synt, þeir geta gert það vel. Þeir hafa bara ekki aðgang til dæmis að laugum í þeim hverfum þar sem þeir eru. Í Bandaríkjunum er því veikleikinn sá að börn í fátækari stéttum hafa mun minni valmöguleika.“Gunnar telur að íþróttir barna hér á landi séu ódýrari en í Bandaríkjunum. Vísir/Anton BrinkVelja hvort íþróttin er „gaman eða alvara“ Viðar Halldórsson hélt einnig erindi á viðburðinum í gær, og ræddi þar meðal annars um kosti þess að hér á landi æfa öll börn á sama aldri saman íþróttir, óháð getu. „Við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“ Sjá einnig: Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Gunnar segir að í Bandaríkjunum þurfi foreldrar barna sem stunda íþróttir að velja fljótlega hvort barnið eigi að æfa í afreksliði eða ekki. „Spurningin er um það hvort þú vilt hafa barnaíþróttina sem meira gaman eða er þetta alvara.“ Margar fjölskyldur sem velja að reyna að láta sín börn verða afreksfólk í íþróttum gera það til þess að auka líkur á því að barnið fái skólastyrk í framtíðinni, fyrir að stunda íþróttir. „Þetta er leið til að komast á háskólastyrk. Það er meira það heldur en að foreldrar í Bandaríkjunum haldi endilega að börnin sín verði atvinnumenn. Ef að krökkunum gengur vel í barnaíþróttum að þau komist þá inn í skólaliðin í gagnfræðaskóla og þaðan á háskólastyrk. Þetta er voðalega mikið hugsunarhátturinn, sérstaklega hjá miðstéttarfjölskyldum.“Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State háskólann í Bandaríkjunum, og Stefán Arnarson, íþróttastjóri KR og þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna, héldu erindi á fundinum.Vísir/EgillForeldrar hegða sér betur Gunnar segir að mörg gildi séu lík hér á landi og í Bandaríkjunum, til dæmis hvað við erum miklir keppnismenn. Hann hefur meðal annars kennt áfanga í félagsfræði íþrótta síðustu 26 ár og skrifaði BA-ritgerð, MA-ritgerð og doktors ritgerð um íþróttir enda hefur hann brennandi áhuga á þeim. „Ég er búinn að vera búsettur í Bandaríkjunum meira eða minna síðan árið 1984 og í Kaliforníu síðan ég útskrifaðist 1991.“ Á fyrirlestrinum í gær talaði Gunnar um það að áður fyrr hafi foreldrar verið sjaldséðir á íþróttakeppnum og æfingum barna, til dæmis þegar hann dæmdi á mótum barna. Þegar hann flutti til Bandaríkjanna sá hann að þar var annað uppi á teningnum, en það reyndist ekki vera jákvætt. Var það aðallega vegna hegðunar foreldranna og samskipta þeirra við dómara, þjálfara og foreldra annarra barna. „Það er verið að nöldra og öskra.“ Gunnar segir að hann telji hegðun foreldra ungra íþróttaiðkenda hér á landi vera mun betri. „Vandamálin í bandarískum barnaíþróttum eru fullorðnir. […] Flest vandamálin eru í keppnum og á leikjum. Mér heyrist að þetta sé miklu minna vandamál hér.“ Meira sjálfstraust í dag Aðspurður hvort Íslendingar gætu lært eitthvað af íþróttaiðkun barna í Bandaríkjunum svarar Gunnar því neitandi. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá held ég bara ekki. Eins og Viðar benti á erum við að gera marga hluti mjög vel og það passar bara mjög vel inn í okkar þjóðfélag.“ Gunnar starfaði mikið í kringum íþróttir þegar hann bjó hér á landi og segir að ýmislegt hafi breyst síðan þá. „Aðallega varðandi peninga, við erum ekki lengur áhugamenn heldur hálf-atvinnumenn í meistaraflokki og jafnvel atvinnumenn í sumum íþróttum. Það er allt gert fyrir peninga í dag, það var miklu meira sjálfboðavinna þegar ég var að stússast í þessu svona frá 78 til 84. Ég veit að það er enn töluverð sjálfboðavinna en hún er ekki eins alger og hún var.“ Sem dæmi um fleiri breytingar nefnir Gunnar einnig gríðarlega bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar. „Uppbygging íþróttamannvirkja, það hefur orðið algjör bylting í því.“ Hugarfar íþróttafólks og annarra hefur einnig breyst töluvert, að hluta vegna árangurs íþróttaliða okkar erlendis. „Ég held að gildin séu svipuð en ég held að Íslendingar séu óhræddari við að halda að við getum unnið á alþjóðavettvangi. Þessi trú að við getum gert þetta.“ Gunnar segir að Íslendingar hafi meiri trú á mögulegum árangri á alþjóðavettvangi en áður.vísir/gettyEnn kynjaójafnvægi innan íþrótta Gunnar segir að á síðustu árum hafi orðið gjörbylting í íþróttum kvenna í Bandaríkjunum. Stærsta breytingin hafi orðið eftir að ný lög voru samþykkt árið 1972 þar sem skólar voru skyldaðir til þess að setja fjármagn í íþróttaiðkun kvenkyns nemenda. „Þessar íþróttadeildir gagnfræðaskóla og háskóla voru hreint og beint neyddar til þess að búa til tækifæri fyrir stúlkur, að gefa þeim tækifæri á að spila. Viðmótið hjá þeim sem voru að reka þetta, mest karlmenn, var oft „stúlkur hafa engan áhuga á íþróttum.“ En það sem gerðist náttúrulega að um leið og stúlkum og konum var gefið tækifæri á að spila þá tóku þær það með opnum höndum sem að leiddi til þess að smám saman þá varð ótrúleg aukning í fjölda stúlkna og kvenna sem voru að taka þátt í keppnisíþróttum. Útkoman er sú í dag að á síðustu tveimur Ólympíuleikum hefur kvennalið bandaríska Ólympíulandsliðsins unnið fleiri verðlaun en karlalandsliðið.“ Þrátt fyrir allar þær byltingar sem hafa orðið er kynjamunur þó enn til staðar. Gunnar skrifaði meistararitgerð um íþróttaumfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Íslandi, meðal annars íþróttir kvenna. „Hlutfallið var betra hér á Íslandi. Fjölmiðlar á Íslandi voru að standa sig betur en fjölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum.“ Í niðurstöðunum kom Ísland betur út en Bandaríkin, bæði í hlutfalli umfjöllunar um íþróttir kvenna og myndavali. „Kynjamisréttið það er ekkert vafamál en þetta gengur svona hægt og sígandi. Það er alltaf verið að auka á jafnréttið.“ Hann telur að jafnréttismálin séu samt komin lengra innan íþrótta á Íslandi.Upptöku frá viðburði Háskóla Íslands má finna hér að neðan, erindi Gunnars hefst á mínútu 25:35.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45 Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands heldur erindi um íþróttir á tímum atvinnumennsku í dag. 28. maí 2018 11:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku? Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? 28. maí 2018 11:45
Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands heldur erindi um íþróttir á tímum atvinnumennsku í dag. 28. maí 2018 11:15