Ljósmæður búnar að semja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 17:29 Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Vegirnir ekki hálkuvarðir og mildi að ekki hafi farið verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Sjá meira
Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Fleiri fréttir Vegirnir ekki hálkuvarðir og mildi að ekki hafi farið verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Sjá meira