Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 07:47 Ísraelar notuðust við eldflaugar, orrustuþotur og stórskotalið. Vísir/AFP Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19