Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Hafnafjörður er alla jafna friðsæll. Vísir/GVA Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00