Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Hafnafjörður er alla jafna friðsæll. Vísir/GVA Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00