Rannís réð til starfa afbrotafræðing í gríni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Árshátíð Rannís var skrautleg þetta árið, enda nýráðinn starfsmaður sem stal senunni með ölvun og leiðinlegum kærasta. Vísir/Sigtryggur Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent