Litlir staðir María Rún Bjarnadóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar