500 daga bið, blákaldur veruleiki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. maí 2018 10:01 Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar