Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust 14. maí 2018 06:00 Dorrit tók þátt í opinberum störfum Ólafs. Hér eru þau við vígslu Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups. Vísir/anton Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998. Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00