Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust 14. maí 2018 06:00 Dorrit tók þátt í opinberum störfum Ólafs. Hér eru þau við vígslu Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups. Vísir/anton Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998. Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgarleikhúsinu í tilefni af sextugsafmæli forsetans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessastaðastofu að fjölskyldu forsetans viðstaddri og var það í fyrsta skipti í sögunni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Hún tók virkan þátt í embættisstörfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en forsetinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdalshéraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar samkvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998.
Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ólafur Ragnar í gegnum linsu Gunnars V. Andréssonar Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hefur fylgt Ólafi Ragnari Grímssyni eftir síðan hann hóf þátttöku í stjórnmálum. 6. ágúst 2016 06:00