Björt og fögur ásýnd Garðabæjar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. maí 2018 10:41 Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar