Heitir því að finna uppljóstrarana í Hvíta húsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2018 23:54 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ætla að komast að því hverjir það eru sem hafa verið að leka upplýsingum úr herbúðum Hvíta hússins í „falsfréttamiðla“. Trump greindi frá þessum fyrirætlunum sínum á Twitter í kvöld. „Þessir svokölluðu lekar sem koma úr Hvíta húsinu eru gríðarlegar ýkjur sem falsfréttamiðlar birta til að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump á Twitter-reikningi sínum í kvöld. „Að því sögðu eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018 Líklegt er að Trump sé þar að vísa sérstaklega til máls sem kom upp í síðustu viku. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því að Kelly Sadler, sérstakur aðstoðarmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefði gert lítið úr John McCain, öldungardeildarþingmanni Repúblikanaflokksins, á lokuðum fundi í Hvíta húsinu á fimmtudag. Sadler á að hafa sagt að McCain væri „hvort sem er að deyja“ og því skipti andstaða hans við tilnefningu Donalds Trump Bandaríkjaforseta til forstjóra leyniþjónustunnar CIA ekki máli. McCain, sem er 81 árs og auk þess að jafna sig á uppskurði vegna heilaæxlis, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tilnefningu Ginu Haspel sem næsta forstjóra CIA. Hvíta húsið þrætti ekki fyrir orð Sadler þegar Washington Post leitaði viðbragða í liðinni viku. Talsmaður þess sagði að Hvíta húsið virti þjónustu McCain fyrir þjóð sína og að það bæði fyrir honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30
Starfsmaður Hvíta hússins gerði grín að dauðvona þingmanni John McCain hefur sætt harðri gagnrýni flokkssystkina sinna vegna þess að hann er andsnúinn tilnefningu Trump forseta til forstjóra CIA. 11. maí 2018 10:40