
Vitglöp okkar
Vitglöp eru ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Þau eru ekki það að gleyma hvar maður setti veskið, heldur hvað veskið nákvæmlega er.
Vitglöp eru í raun regnhlífarhugtak yfir einkenni sem rekja má til ágengra og óafturkræfra heilasjúkdóma eins og Alzheimer og Lewy Body. Vitglöp eru, og verða, eitt stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar.
Okkar framlag til þessarar löngu baráttu ætti að vera öflugt og skapandi vísindastarf ásamt heildstæðri áætlun um það hvernig við ætlum að takast á við það vaxandi vandamál sem vitglöp eru, og hvernig hægt er að búa innviði okkar og samfélag undir að hlúa enn betur að þeim sem sökkva hægt í óreiðu andlegrar hnignunar. Þegar vísindin eru annars vegar þá hafa fræðin tekið gríðarlegum framförum á undanförnum árum, að minnsta kosti hvað varðar skilning okkar á vitglöpum, þó margt sé enn á huldu um tilurð þeirra. Lyfjatilraunir á þessari öld hafa skilað litlum sem engum árangri.
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru vísindamenn nú vongóðir um að nýtt lyf sem hindrar efnaferla sem leiða til Alzheimer muni skila tilætluðum árangri. Íslensk erfðaþekking gegndi mikilvægu hlutverki í að staðfesta lyfjamörk lyfsins og hún gegnir lykilhlutverki í prófun þess. Eitt er þó víst. Við munum því miður aldrei þróa eitt tiltekið lyf sem hentar öllum.
Þannig er það óumflýjanlegt að við þurfum að takast á við þær krefjandi áskoranir sem fylgja auknum fjölda þeirra sem glíma við vitglöp. Flest vestræn ríki gera sér grein fyrir þessu og hafa unnið umfangsmiklar áætlanir til að takast á við þær. Alþingi Íslendinga samþykkti í mars á síðasta ári þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist yrði í gerð slíkrar áætlunar. Ekkert hefur gerst síðan þá. Starfshópurinn hefur ekki tekið til starfa og nú geta 200 manns átt von á að bíða í allt að tvö ár eftir að komast í dagþjálfun, með tilheyrandi afturför í sjálfsbjargargetu. Eins og bent var á í ritstjórnargrein Læknablaðsins nýverið, þá ríkir sannarlega úrræðaleysi í málaflokknum.
Brýn þörf er á að móta heildstæða stefnu í málefnum þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandenda þeirra. Stefna þessi þarf að taka til heilbrigðisþjónustunnar, skráningar á einkennum og sjúkdómum, vísindavinnu hér á landi og erlendis til að auðvelda innleiðingu nýrra og gagnreyndra úrræða, og um leið til fræðslu og stuðnings þar sem vakin er athygli á erfðafræðilegum áhættuþáttum sem og þeirri mikilvægu staðreynd að heilsusamlegt líferni getur minnkað líkur á vitlöpum umtalsvert.
Skoðun

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar