4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 10:44 Söngkonan Netta fór með sigur af hólmi í Eurovision á laugardaginn. Keppnin fer fram í heimalandi hennar, Ísrael, á næsta ári. vísir/ap Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. Á síðu undirskriftalistans segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Stendur ekki annað til en að taka þátt í Ísrael Eins og Vísir fjallaði um á sunnudag eru ýmsir ósáttir við sigur Ísraels í söngvakeppninni og vilja meina að ekki sé hægt að aðskilja hann frá pólitíkinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félgsins Ísland-Palestína, í samtali við Vísi að sigur Ísraels væri hluti af ímyndarherferð Ísraels. Þá sagði hann jafnframt að Eurovision-keppnin sem haldin yrði þar að ári liðnu væri hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Undirskriftalistanum er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Eins og staðan er núna mun Ísland taka þátt í Ísrael að ári en bæði Felix Bergsson, fararstjóri íslenkska hópsins, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, hafa báðir sagt í fjölmiðlum síðustu daga að ekki standi annað til af hálfu Íslands en að taka þátt.Einn þeirra fjölmörgu sem slösuðust í mótmælunum á Gaza í gær.vísir/apTala látinna komin upp í sextíu Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið mikið í fréttum í gær og í dag vegna mikilla mótmæla Palestínumanna á Gaza-ströndinni þar sem Ísraelsher skaut sextíu mótmælendur til bana og særði um 2700 manns að sögn palestínskra embættismanna. Mótmæli Palestínumanna í gær voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjanna á borginni sem höfuðborg Ísraels. Þessi ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, er afar umdeild þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem sem höfuðborg. Dagurinn í dag markar síðan sjötíu ára afmæli þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða Hörmunganna, þegar hundruð þúsunda Palestínumanna voru hraktir frá heimilum sínum í Palestínu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Samstöðufundur á Austurvelli Í tilefni dagsins verður samstaða með Palestínu á Austurvelli í dag klukkan 17. Þar segir að Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og um allan heim muni safnast saman í dag til að minnast Nakba en krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. „Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi. Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Eurovision Tengdar fréttir Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. Á síðu undirskriftalistans segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Stendur ekki annað til en að taka þátt í Ísrael Eins og Vísir fjallaði um á sunnudag eru ýmsir ósáttir við sigur Ísraels í söngvakeppninni og vilja meina að ekki sé hægt að aðskilja hann frá pólitíkinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félgsins Ísland-Palestína, í samtali við Vísi að sigur Ísraels væri hluti af ímyndarherferð Ísraels. Þá sagði hann jafnframt að Eurovision-keppnin sem haldin yrði þar að ári liðnu væri hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Undirskriftalistanum er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Eins og staðan er núna mun Ísland taka þátt í Ísrael að ári en bæði Felix Bergsson, fararstjóri íslenkska hópsins, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, hafa báðir sagt í fjölmiðlum síðustu daga að ekki standi annað til af hálfu Íslands en að taka þátt.Einn þeirra fjölmörgu sem slösuðust í mótmælunum á Gaza í gær.vísir/apTala látinna komin upp í sextíu Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið mikið í fréttum í gær og í dag vegna mikilla mótmæla Palestínumanna á Gaza-ströndinni þar sem Ísraelsher skaut sextíu mótmælendur til bana og særði um 2700 manns að sögn palestínskra embættismanna. Mótmæli Palestínumanna í gær voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjanna á borginni sem höfuðborg Ísraels. Þessi ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, er afar umdeild þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem sem höfuðborg. Dagurinn í dag markar síðan sjötíu ára afmæli þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða Hörmunganna, þegar hundruð þúsunda Palestínumanna voru hraktir frá heimilum sínum í Palestínu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Samstöðufundur á Austurvelli Í tilefni dagsins verður samstaða með Palestínu á Austurvelli í dag klukkan 17. Þar segir að Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og um allan heim muni safnast saman í dag til að minnast Nakba en krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. „Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi. Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson,“ segir í tilkynningu vegna fundarins.
Eurovision Tengdar fréttir Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34
Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30