Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:37 Hér má sjá þar sem verið er að rukka ökumenn fyrir að leggja á bílastæðinu við Hraunfossa í morgun. kristrún snorradóttir Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, hófu aftur í morgun gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að stofnunin sé að afla frekari upplýsinga um gjaldtökuna sem hófst í dag og því væri ekki alveg tímabært að upplýsa um næstu skref. Hitt væri þó ljóst að stofnunin telji gjaldtökuna enn ólöglega og verður leitað allra leiða til að stöðva hana. Lögreglan á Vesturlandi hafði heyrt af málinu þegar Vísir spurðist fyrir um það rétt eftir klukkan 13 í dag og var með það til skoðunar. Ekki var búið að senda neinn á staðinn vegna gjaldtökunnar né neitt slíkt.Fjallað er um gjaldtökuna sem hófst í morgun á vef Skessuhorns. Þar kemur fram að eigendur landsins sem leigt er út til H-fossa ehf. séu þrír þekktir fjárfestar, það er þeir Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Eftir að lögregla stöðvaði gjaldtöku á bílastæðinu síðastliðið haust ræddi Vísir við lögmann H-fossa ehf., Evu B. Helgadóttur. Hún sagði þá telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæðið og að heimildir Umhverfisstofnunar til að takmarka rétt á gjaldtöku verði ekki reistar á lögum um náttúruvernd en landið er friðlýst. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.Uppfært klukkan 13:58: Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá Umhverfisstofnun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00
Gjaldtaka við Hraunfossa sett á ís Ekki hefur verið ákveðið hvenær gjaldtaka við Hraunfossa í Hvítársíðu getur hafist. 31. júlí 2017 07:00
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22