Verkefnið Láttu þér líða vel hlýtur Foreldraverðlaun Heimilis og skóla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:29 Guðrún Gísladóttir, kennari í Vogaskóla, fer fyrir verkefninu Láttu þér líða vel sem leggur áherslu á geðrækt. Foreldraverðlaunin 2018 hlýtur verkefnið „Láttu þér líða vel“ en Guðrún Gísladóttir, kennari í Vogaskóla fer fyrir verkefninu sem var ýtt úr vör fyrir um tveimur árum. Það er Heimili og skóli sem veitir þessi verðlaun. Að verkefninu kom fulltrúar nemenda, foreldra og kennara og skólastjórnendur. Samkvæmt tilkynningu frá Heimili og skóla leggur verkefnið áherslu á geðrækt og mikilvægi þess að byrja við upphaf skólagöngu að veita nemendum verkfæri til að stjórna eigin líðan og hegðun. „Í skólanum hefur m.a. verið boðið upp á jóga, slökun og núvitundarþjálfun, ásamt fræðslu sem nýtist börnum bæði í skólanum og heima fyrir. Markmiðið er að vinna gegn andlegri vanlíðan, s.s. kvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi sem rannsóknir sýna að er því miður vaxandi vandamál meðal grunnskólabarna. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda og sýna fram á fjölbreytileika samfélagsins þar sem allir eiga jafnan rétt á að vera þeir sjálfir.“ Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður dómnefndar, sagði við afhendingu verðlaunanna að það að hlúa að geðheilsu og að styrkja sjálfsmynd barna myndi ekki einungis efla nemendur og bæta líðan þeirra heldur hefði það einnig jákvæð áhrif á námsárangur, skólastarf og skólabrag. Verkefnið myndi enn fremur efla samstarf heimila og skóla með hagsmuni barna og samfélagsins að leiðarljósi. Guðrún sagði verðlaunin vera gríðarlega hvatningu til að halda áfram á sömu braut og gera meira.Hvatningarverðlaunin 2018.Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2018 er Birgitta Bára Hassenstein sem hefur verið formaður SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, í fjögur ár og þar áður sat hún í stjórn samtakanna. „Birgitta Bára brennur fyrir málefnum og réttindum barna í grunnskólum og er leitun að annarri eins ástríðu og dugnaði,“ segir í tilnefningu. Hún er áheyrnarfulltrúi foreldra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur og hefur setið í fjölmörgum starfshópum sem fjalla um málefni grunnskólans, allt í sjálfboðavinnu. Hún hefur staðið fyrir fjöldamörgum öflugum verkefnum og nú síðast var hún hugmyndasmiður og driffjöður í verkefninu „Allir með – tölum um skólamenningu á Íslandi“ sem unnið var í samstarfi SAMFOK og Móðurmáls – samtaka um tvítyngi. Verkefnið gengur út á að virkja foreldra barna af erlendum uppruna í foreldrastarfi. Það verkefni hlaut sérstök Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla 2018 en í tengslum við verkefnið voru haldin 10 málþing um skólamál á Íslandi á tíu tungumálum.Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru nú afhent í 23. sinn og afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis og skóla. Hún nefndi í ávarpi sínu að íslenskt skólakerfi stæði nú frammi fyrir ýmsum áskorunum en öflugt skólasamfélag og ekki síst foreldrar væru mikilvægir bandamenn í þeirri umbótavinnu sem framundan er. Þetta árið bárust Heimili og skóla 33 tilnefningar og tilnefnd voru 19 verkefni til Foreldraverðlauna og 11 dugnaðarforkar. Allir tilnefndir fengu viðurkenningarskjal frá Heimili og skóla. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Foreldraverðlaunin 2018 hlýtur verkefnið „Láttu þér líða vel“ en Guðrún Gísladóttir, kennari í Vogaskóla fer fyrir verkefninu sem var ýtt úr vör fyrir um tveimur árum. Það er Heimili og skóli sem veitir þessi verðlaun. Að verkefninu kom fulltrúar nemenda, foreldra og kennara og skólastjórnendur. Samkvæmt tilkynningu frá Heimili og skóla leggur verkefnið áherslu á geðrækt og mikilvægi þess að byrja við upphaf skólagöngu að veita nemendum verkfæri til að stjórna eigin líðan og hegðun. „Í skólanum hefur m.a. verið boðið upp á jóga, slökun og núvitundarþjálfun, ásamt fræðslu sem nýtist börnum bæði í skólanum og heima fyrir. Markmiðið er að vinna gegn andlegri vanlíðan, s.s. kvíða, lágu sjálfsmati og þunglyndi sem rannsóknir sýna að er því miður vaxandi vandamál meðal grunnskólabarna. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfstraust og sjálfsmynd nemenda og sýna fram á fjölbreytileika samfélagsins þar sem allir eiga jafnan rétt á að vera þeir sjálfir.“ Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður dómnefndar, sagði við afhendingu verðlaunanna að það að hlúa að geðheilsu og að styrkja sjálfsmynd barna myndi ekki einungis efla nemendur og bæta líðan þeirra heldur hefði það einnig jákvæð áhrif á námsárangur, skólastarf og skólabrag. Verkefnið myndi enn fremur efla samstarf heimila og skóla með hagsmuni barna og samfélagsins að leiðarljósi. Guðrún sagði verðlaunin vera gríðarlega hvatningu til að halda áfram á sömu braut og gera meira.Hvatningarverðlaunin 2018.Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2018 er Birgitta Bára Hassenstein sem hefur verið formaður SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, í fjögur ár og þar áður sat hún í stjórn samtakanna. „Birgitta Bára brennur fyrir málefnum og réttindum barna í grunnskólum og er leitun að annarri eins ástríðu og dugnaði,“ segir í tilnefningu. Hún er áheyrnarfulltrúi foreldra í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur og hefur setið í fjölmörgum starfshópum sem fjalla um málefni grunnskólans, allt í sjálfboðavinnu. Hún hefur staðið fyrir fjöldamörgum öflugum verkefnum og nú síðast var hún hugmyndasmiður og driffjöður í verkefninu „Allir með – tölum um skólamenningu á Íslandi“ sem unnið var í samstarfi SAMFOK og Móðurmáls – samtaka um tvítyngi. Verkefnið gengur út á að virkja foreldra barna af erlendum uppruna í foreldrastarfi. Það verkefni hlaut sérstök Hvatningarverðlaun Heimilis og skóla 2018 en í tengslum við verkefnið voru haldin 10 málþing um skólamál á Íslandi á tíu tungumálum.Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru nú afhent í 23. sinn og afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis og skóla. Hún nefndi í ávarpi sínu að íslenskt skólakerfi stæði nú frammi fyrir ýmsum áskorunum en öflugt skólasamfélag og ekki síst foreldrar væru mikilvægir bandamenn í þeirri umbótavinnu sem framundan er. Þetta árið bárust Heimili og skóla 33 tilnefningar og tilnefnd voru 19 verkefni til Foreldraverðlauna og 11 dugnaðarforkar. Allir tilnefndir fengu viðurkenningarskjal frá Heimili og skóla.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira