Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30