Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Sjá meira
Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Sjá meira
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30