Ekki talinn líklegur til að láta sig hverfa Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. maí 2018 06:51 Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað þann 28. apríl síðastliðinn. Vísir/Ívar Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum. Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem varð valdur að umferðarslysi á Reykjanesbraut undir lok aprílmánaðar má halda aftur til síns heima. Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað manninn í farbann til 6. júní næstkomandi en Landsréttur sneri þeim úrskurði við í gær.Slysið vakti umtalsverða athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að fjöldi bíla er sagður hafa ekið framhjá slysstað án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu.Sjá einnig: Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á ReykjanesbrautFerðamaðurinn sem um ræðir ók aftan á hestakerru bifreiðar sem hafði verið stöðvuð á Reykjanesbraut á móts við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í úrskurði Landréttar segir að bílaröð hafi myndast þegar ökumaður annars bíls hafði ákveðið að fjarlægja bolta af veginum sem sagður er hafa valdið truflun fyrir ökumenn.Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um slysiðÁrekstur bandaríska ferðamannsins varð til þess að bílarnir í röðinni rákust hver á annan og er ökumaður fremsta bílsins sagður hafa hlotið lífshættulega áverka. Ferðamaðurinn, sem ók í átt til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli, er jafnframt sagður hafa slasast. Lögreglan fór fram á farbann yfir ferðamanninum enda ætlaði hann sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi. Í ljósi þess að hann var grunaður um „alvarlega háttsemi“ taldi lögreglan nauðsynlegt að hann yrði settur í farbann þangað til að mál hans yrði til lykta leitt - „ella megi ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar.“ Á þennan rökstuðning féllst Héraðsdómur Reykjaness og úrskurðaði manninn í farbann til 6. júní næstkomandi hið minnsta. Í úrskurði Landsréttar, sem sneri við ákvörðu héraðsdóms, segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að maðurinn „muni reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, ef til þess kæmi.“ Í málinu liggi hins vegar fyrir upplýsingar um heimilisfang hans í heimalandinu, vinnustað, símanúmer og netfang og því ætti að vera hægt að ná í manninn sé þess talin þörf. Þar að auki sé búið að yfirheyra ferðamanninn og búið að taka skýrslur af vitnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12 Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut. 28. apríl 2018 12:12
Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut Fjöldi bíla ók fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. 28. apríl 2018 13:27