Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 21:00 Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman. Í byrjun apríl var sagt frá því að alls væru 1.629 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík, en upplýsingarnar bárust eftir fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sjá einnig: Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í ReykjavíkÞann 24. apríl hófst hins vegar innritun barna fyrir komandi haust. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar hefur 1.386 börnum af biðlista þegar verið boðið pláss og stendur til að bjóða 216 til viðbótar pláss á næstu dögum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir því að allir átján mánaða og eldri fái pláss í haust.Úr kosningaefni Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.„Það sem er að gerast líka núna er að við erum að fjölga plássunum í haust, sem þýðir að við komumst í að bjóða yngri börnum inn en verið hefur,“ segir Skúli.Segir alvarlegt að dreifa röngum upplýsingumHann gagnrýnir framboðsefni Sjálfstæðismanna þar sem því er enn slegið fram að 1.629 séu á biðlista. Það segir hann einfaldlega rangt.„Mér finnst mjög alvarlegt að menn séu að nota rangar upplýsingar og dreifa þeim svona kerfisbundið í kosningabaráttunni, þegar það er alrangt,“ segir Skúli. Hildur Björnsdóttir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, bendir hins vegar á að boð um pláss í haust þýði að fólk þurfi enn að bíða í nokkra mánuði.Telur miðaldra karla í Samfylkingunni úr tengslum við fjölskyldur„Þessar fjölskyldur eru enn án úrræða og enn í vanda. Ef þessi hópur miðaldra karla sem öllu stjórnar í Samfylkingunni ætlar að halda því fram að það sé enginn vandi í þessu kerfi er alveg augljóst að þeir eru í engum tengslum við fjölskyldur í borginni,“ segir Hildur.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/EyþórSkúli segir að til standi að fjölga plássum um 200 í haust umfram það sem þarf til að taka við öllum átján mánaða og eldri. „Síðan erum við að fara að byggja fimm til sex nýja leikskóla í þeim hverfum þar sem þörfin er mest og reiknað er með nýju barnafólki og þar með náum við upp í þessi 800 pláss sem við þurfum til að geta boðið öllum tólf til átján mánaða börnum,“ segir Skúli. Hildur gefur hins vegar lítið fyrir þessi loforð. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem við heyrum alltaf í aðdraganda kosninga. Samfylkingin hefur lofað þessu sama kosningar eftir kosningar. Nú getum við horft jafnvel tíu ár aftur í tímann, þar eru alltaf sömu loforðin og aldrei er staðið við neitt,“ segir Hildur.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. 13. apríl 2018 17:35
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu